Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?

Ég býst ekki við því að spyrjandi trúi öllu sem sagt er við hann dags daglega. Ég vona sannarlega að hann trúi til dæmis ekki að hann fái kraft úr kókómjólk eða að mamma hans sé alvitur. Heilmargt bull kemur af vörum lítilla barna og ef til vill aðeins minna frá þeim sem eldri eru. Það er einfaldlega ekki hægt að treysta öllu sem manni er sagt.

Enn meira vandamál er að dæma um hvort efni á veraldarvefnum sé áreiðanlegt; yfirleitt er engin leið til að sjá viðmælandann og draga ályktanir um hversu mikið vit hann gæti haft á viðfangsefninu. Að sjálfsögðu getur slíkt mat verið villandi, en í það minnsta eru upplýsingar á veraldarvefnum ekki líklegri til að standast kröfur um áreiðanleika en þær sem finna má annars staðar.

Nú er spyrjandi væntanlega að velta fyrir sér hvort hann eigi að trúa þessu svari, og svarið verður að vera já til að skapa ekki lygaraþversögnina (“Ég er lygari”). Einnig má benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?

Nokkrar alfræðiorðabækur sem finna má á vefnum ættu að teljast áreiðanlegar nema spyrjandi sé mikið fyrir samsæriskenningar (ef til vill er veraldarvefurinn í raun samsæri gegn spyrjanda þar sem reynt er að villa um fyrir honum með röngum upplýsingum):

Benda má á að hver sem er getur skrifað og breytt Wikipedia-síðum, en þar sem svo margir lesa yfir breytingarnar er Wikipedia samt mun áreiðanlegri en vefsíður reknar af einum einstaklingi.

Mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

22.6.2005

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

nemandi í Hagaskóla

Tilvísun

Hlín Önnudóttir. „Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2005. Sótt 23. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=5073.

Hlín Önnudóttir. (2005, 22. júní). Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5073

Hlín Önnudóttir. „Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2005. Vefsíða. 23. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5073>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Vélmenni

Hugmyndin um vélmenni, þ.e. vél í mannslíki, kemur víða fyrir í fornum goðsögum og bókmenntum. Fyrsti nútímaróbotinn kom á markað 1961. Hann nefndist Unimate og var eins konar gervihandleggur, notaður við bílaframleiðslu í verksmiðjum General Motors. Orðið róbot á sér tékkneskar rætur, það kom fyrst fyrir í leikriti eftir rithöfundinn Karel Čapek frá árinu 1920.