Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Perú?

Arnór Már Arnórsson og Þorsteinn Baldvin Jónsson

Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður.

Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925.000 manns. Höfuðborg Perú er Líma og er hún jafnframt stærsta borgin. Perú fékk sjálfstæði frá Spáni 28. júlí 1821.

Spænska er opinbert tungumál landsins ásamt indíánamálinu quechua, en það er tunga hinna fornu Inka sem settust að í Perú löngu á undan hinum spænsku landnemum. Nafnið Perú er einmitt komið úr quechua-tungumálinu og merkir "allsnægtarland".

Lesendum er einnig bent á að kynna sér svar Jóns Más Halldórssonar um dýralíf í Perú og svar Gísla Gunnarssonar um Inka og Maya.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

23.6.2005

Spyrjandi

Sandra Anna, f. 1990

Tilvísun

Arnór Már Arnórsson og Þorsteinn Baldvin Jónsson. „Hvað getið þið sagt mér um Perú?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2005, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5076.

Arnór Már Arnórsson og Þorsteinn Baldvin Jónsson. (2005, 23. júní). Hvað getið þið sagt mér um Perú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5076

Arnór Már Arnórsson og Þorsteinn Baldvin Jónsson. „Hvað getið þið sagt mér um Perú?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2005. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5076>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Perú?
Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður.

Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925.000 manns. Höfuðborg Perú er Líma og er hún jafnframt stærsta borgin. Perú fékk sjálfstæði frá Spáni 28. júlí 1821.

Spænska er opinbert tungumál landsins ásamt indíánamálinu quechua, en það er tunga hinna fornu Inka sem settust að í Perú löngu á undan hinum spænsku landnemum. Nafnið Perú er einmitt komið úr quechua-tungumálinu og merkir "allsnægtarland".

Lesendum er einnig bent á að kynna sér svar Jóns Más Halldórssonar um dýralíf í Perú og svar Gísla Gunnarssonar um Inka og Maya.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....