Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum).

Af nafnorðinu skál er síðan leidd sögnin að skála sem þekkist einnig í dönsku skåle og norsku og sænsku skåla. Orðasambandið að drekka skál einhvers er þekkt að minnsta kosti frá lokum 16. aldar.


Þó að flestir nú á dögum drekki úr glösum lifir enn að menn skáli. Sögnin er leidd af nafnorðinu skál sem menn notuðu í fornu máli um drykkjarílát.

Orðið glas er mun yngra í málinu en skál. Það er talið tökuorð úr dönsku frá 16. öld. Þótt nú sé yfirleitt drukkið úr glösum við hátíðleg tækifæri lifir enn að menn skáli fyrir einhverjum, drekki hans skál.

Heimild:
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over Det gamle norske Sprog. III: 275. Kristiania.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.2.2009

Spyrjandi

Natalia Blær Jóhannsdóttir, f. 1997, Magnús Þór Magnússon, Helga Ólafsdóttir, Birgir Már Arnórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2009, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50818.

Guðrún Kvaran. (2009, 6. febrúar). Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50818

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2009. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?
Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum).

Af nafnorðinu skál er síðan leidd sögnin að skála sem þekkist einnig í dönsku skåle og norsku og sænsku skåla. Orðasambandið að drekka skál einhvers er þekkt að minnsta kosti frá lokum 16. aldar.


Þó að flestir nú á dögum drekki úr glösum lifir enn að menn skáli. Sögnin er leidd af nafnorðinu skál sem menn notuðu í fornu máli um drykkjarílát.

Orðið glas er mun yngra í málinu en skál. Það er talið tökuorð úr dönsku frá 16. öld. Þótt nú sé yfirleitt drukkið úr glösum við hátíðleg tækifæri lifir enn að menn skáli fyrir einhverjum, drekki hans skál.

Heimild:
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over Det gamle norske Sprog. III: 275. Kristiania.

Mynd:...