Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs.
Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þeirra sem náðu honum, en það var aftur á móti síður en svo auðvelt þar sem hann gat brugðið sér í allra kvikinda líki. Þegar Próteusi var haldið föstum þrátt fyrir mikla mótspyrnu tók hann aftur á sig mannlega mynd og neyddist til að spá fyrir um framtíð þess sem tókst að grípa hann.
Heimild og mynd
- Encyclopedia Mythica.
- Myndin er af Philip Galle - Monstres marins.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.