
Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ávaxtasykurinn í þeim og gerir þær sendnar og skrítnar. Hægt er að borða rúsínur einar og sér eða nota þær til dæmis í salöt og kökur og fullt af öðrum réttum. Heimild og mynd: Raisins á Wikipedia.org.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.