Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Hlín Önnudóttir

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli:

Faðir vor, þú sem ert á himnum,

helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum

vorum skuldunautum.

Og eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá illu.

[Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin

að eilífu.]

Amen.

Jesús hefur væntanlega farið með bænina á arameísku, sem var móðurmál hans. Meira má lesa um þetta tungumál á Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni og á heimasíðu Phoneticiu er hægt að hlusta á texta lesinn á arameísku. Hins vegar er elsti textinn sem til er af faðirvorinu á grísku:

Pater hēmōn, ho en tois ouranois

hagiasthētō to onoma sou;

elthetō hē basileia sou;

genethetō to thelēma sou,

hōs en ouranōi, kai epi tēs gēs;

ton arton hēmōn ton epiousion dos hēmin sēmeron;

kai aphes hēmin ta opheilēmata hēmōn,

hōs kai hēmeis aphiemen tois opheiletais hēmōn;

kai mē eisenenkēis hēmas eis peirasmon,

alla rhusai hēmas apo tou ponērou.

[Hoti sou estin hē basileia, kai hē dúnamis, kai hē doxa eis tous aiōnas;]

amēn.

Þannig er bænin yfirfærð á latneskt stafróf, en upphaflega var að sjálfsögðu notað grískt letur:Allar þýðingar bænarinnar eru beinar eða óbeinar þýðingar á þessari grísku útgáfu. Því má bæta við að talið er að “Hoti sou estin hē basileia, kai hē dúnamis, kai hē doxa eis tous aiōnas” (því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu) hafi verið bætt við bænina á seinni tímum og hafi því ekki tilheyrt upphaflegu útgáfu faðirvorsins sem Jesús sjálfur kenndi.

Áhugasömum lesendum er bent á að kynna sér einnig svör Einars Sigurbjörnssonar við spurningunum Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu? og Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Heimild: Our Father. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Hagaskóla

Útgáfudagur

27.6.2005

Spyrjandi

Nicolai Mohr Vang, f. 1990

Tilvísun

Hlín Önnudóttir. „Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2005. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5093.

Hlín Önnudóttir. (2005, 27. júní). Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5093

Hlín Önnudóttir. „Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2005. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5093>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli:

Faðir vor, þú sem ert á himnum,

helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum

vorum skuldunautum.

Og eigi leið þú oss í freistni,

heldur frelsa oss frá illu.

[Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin

að eilífu.]

Amen.

Jesús hefur væntanlega farið með bænina á arameísku, sem var móðurmál hans. Meira má lesa um þetta tungumál á Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni og á heimasíðu Phoneticiu er hægt að hlusta á texta lesinn á arameísku. Hins vegar er elsti textinn sem til er af faðirvorinu á grísku:

Pater hēmōn, ho en tois ouranois

hagiasthētō to onoma sou;

elthetō hē basileia sou;

genethetō to thelēma sou,

hōs en ouranōi, kai epi tēs gēs;

ton arton hēmōn ton epiousion dos hēmin sēmeron;

kai aphes hēmin ta opheilēmata hēmōn,

hōs kai hēmeis aphiemen tois opheiletais hēmōn;

kai mē eisenenkēis hēmas eis peirasmon,

alla rhusai hēmas apo tou ponērou.

[Hoti sou estin hē basileia, kai hē dúnamis, kai hē doxa eis tous aiōnas;]

amēn.

Þannig er bænin yfirfærð á latneskt stafróf, en upphaflega var að sjálfsögðu notað grískt letur:Allar þýðingar bænarinnar eru beinar eða óbeinar þýðingar á þessari grísku útgáfu. Því má bæta við að talið er að “Hoti sou estin hē basileia, kai hē dúnamis, kai hē doxa eis tous aiōnas” (því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu) hafi verið bætt við bænina á seinni tímum og hafi því ekki tilheyrt upphaflegu útgáfu faðirvorsins sem Jesús sjálfur kenndi.

Áhugasömum lesendum er bent á að kynna sér einnig svör Einars Sigurbjörnssonar við spurningunum Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu? og Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Heimild: Our Father. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....