Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er þversumma?

GÞM

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er

6: 6,

16: 1 + 6 = 7,

306: 3 + 0 + 6 = 9 og

1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22

Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða náttúrlega tölu sem er.

Í daglega lífinu eru þversummur aðallega notaðar til að athuga hvort að 3 eða 9 gangi upp í tölu, af því að ef 3 eða 9 ganga upp í þversummu tölu þá ganga þær upp í tölunni sjálfri. Vegna þess að þversumma tölu er minni en talan sjálf (nema þegar að talan sjálf er minni en 10), þá er auðveldara að reikna í huganum hvaða tölur ganga upp í þversummunni en upphaflegu tölunni. Til dæmis sjáum við af þversummunum að ofan að 9 gengur upp í 306, en ekki upp í 1498.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Höfundur

Útgáfudagur

23.6.2009

Spyrjandi

Kristrún Fawcett, f. 1996

Tilvísun

GÞM. „Hvað er þversumma?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50959.

GÞM. (2009, 23. júní). Hvað er þversumma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50959

GÞM. „Hvað er þversumma?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50959>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þversumma?
Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er

6: 6,

16: 1 + 6 = 7,

306: 3 + 0 + 6 = 9 og

1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22

Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða náttúrlega tölu sem er.

Í daglega lífinu eru þversummur aðallega notaðar til að athuga hvort að 3 eða 9 gangi upp í tölu, af því að ef 3 eða 9 ganga upp í þversummu tölu þá ganga þær upp í tölunni sjálfri. Vegna þess að þversumma tölu er minni en talan sjálf (nema þegar að talan sjálf er minni en 10), þá er auðveldara að reikna í huganum hvaða tölur ganga upp í þversummunni en upphaflegu tölunni. Til dæmis sjáum við af þversummunum að ofan að 9 gengur upp í 306, en ekki upp í 1498.

Tengt efni á Vísindavefnum:

...