Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?

Auður H. Ingólfsdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum?

Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem fara út í andrúmsloftið og geta valdið mengun í nánasta umhverfi ef styrkur þeirra fer yfir ákveðin mörk. Þessi efni geta haft neikvæð áhrif á lífríki og heilsu manna. Þegar talað er um hnattræna mengun er oftast vísað til svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, en aukinn styrkur þessara lofttegunda í andrúmslofti getur leitt til loftslagsbreytinga. Ekki skiptir máli hvar á hnettinum uppsprettur slíkrar losunar eru, heldur er það heildarmagnið sem er losað út í andrúmsloftið á allri jörðinni sem skiptir máli.


Ef við skoðum fyrst hvað eitt álver losar mikið af gróðurhúsalofttegundum miðað við bíla kemur í ljós að það þarf mjög marga bíla til að menga jafnmikið og eitt álver. Á Íslandi nota álver rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum og því losa þau ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið vegna bruna kola og olíu eins og bílarnir. Hinsvegar verða til koldíoxíð (CO2) og svokölluð PFC-efni í efnaferlum við sjálfa framleiðsluna.

Ef við tökum Fjarðaál sem dæmi, sem er álverið sem Alcoa er að byggja á Reyðarfirði, þá er gert ráð fyrir að á hverju ári losi álverið 530 þúsund tonn af CO2. Þá mun álverið losa sem samsvarar 34.000 tonnum PFC-efna, þegar búið er að umreikna magn PFC yfir í svokölluð CO2-ígildi (e. CO2 equivalent). Ástæða þess að það þarf að umreikna magn PFC yfir í CO2-ígildi er sú að PFC er margfalt virkari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð. Þess vegna þarf að margfalda magn PFC-efna með ákveðnum stuðli til að fá tölu sem er samanburðarhæf við losun koldíoxíðs. Samtals má því búast við að Fjarðaál losi 564.000 tonn CO2-ígilda á ári, þegar búið er að leggja saman losun CO2 og PFC-efna.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Álver Alcoa nokkurn veginn eins og það mun líta út.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Hvað skyldi þurfa marga bíla til að losa sama magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið á hverju ári? Ef miðað er við meðalstóran fólksbíl sem eyðir 9,5 l/100 km af bensíni og meðalkeyrsla á ári er 15.000 km, þá er losun hans 3.277,5 kg af CO2 á ári. Því þarf um 172.000 slíka bíla til að losa sama magn af CO2 á hverju ári og Fjarðaál mun gera. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi.

Þegar litið er á losun efna sem valda staðbundinni mengun er erfiðara að bera saman mengun frá bílum og álveri. Dæmi um útblástursefni frá álveri sem falla í þennan flokk eru brennisteinn (SO2), PAH efni, svifryk (PM10) og köfnunarefnisoxíð (NOx). Öll mengun frá álveri berst út á einum stað og því getur styrkur mengunarefna orðið hár í nágrenni þess en áhrifa gætir lítið lengra í burtu.

Bílar gefa einnig frá sér ýmis efni sem geta valdið staðbundinni mengun, til dæmis kolmónoxíð (CO), óson (O3) og köfnunarefnisoxíð. Þetta eru ekki endilega nákvæmlega sömu efni og frá álverum og því erfitt að bera þau saman. Losun þessara efna frá bílum er líka mun breytilegri að magni en frá álverum og geta ýmsir þættir skipt máli aðrir en fjöldi bíla. Bílar eru til dæmis ekki allir staðsettir á sama stað eins og álver, heldur dreifðir um landið og mismikill umferðarþungi á ákveðnum stöðum eftir árstíð, vikudegi eða tíma dags. Þá eru nýrri bílar flestir búnir svokölluðum hvarfakútum sem draga úr losun efna sem valda staðbundinni mengun. Nýrri bílar menga því yfirleitt minna en gamlir. Hvarfakútar virka hins vegar ekki fyrr en vélin er orðið heit. Þess vegna menga bílar meira þegar er kalt úti. Þetta á sérstaklega við ef bílar eru notaðir til að keyra stuttar vegalengdir og vélin nær ekki að hitna. Þeir sem vilja draga úr mengun geta sett lítið tæki í bílinn sem heitir hreyfilhitari. Hann er tengdur við rafmagn á vetrarmorgnum þegar kalt er til að hita vélina áður en bíllinn er ræstur.

Heimildir:

  • Umhverfisstofnun. Umhverfisvísar. UST-2004:11.
  • Alcoa, Hönnun og VST. Aluminum Plant in Reydarfjodur. Fjardabyggd. Nóvember 2002. Skjalið má nálgast hér.

Myndir:

Höfundar

sérfræðingur á landsskrifstofu Staðardagskrár 21

sérfræðingur á landsskrifstofu Staðardagskrár 21

Útgáfudagur

28.6.2005

Spyrjandi

Ingibjartur M. Barðason

Tilvísun

Auður H. Ingólfsdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir. „Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2005, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5096.

Auður H. Ingólfsdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir. (2005, 28. júní). Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5096

Auður H. Ingólfsdóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir. „Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2005. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5096>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum?

Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem fara út í andrúmsloftið og geta valdið mengun í nánasta umhverfi ef styrkur þeirra fer yfir ákveðin mörk. Þessi efni geta haft neikvæð áhrif á lífríki og heilsu manna. Þegar talað er um hnattræna mengun er oftast vísað til svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, en aukinn styrkur þessara lofttegunda í andrúmslofti getur leitt til loftslagsbreytinga. Ekki skiptir máli hvar á hnettinum uppsprettur slíkrar losunar eru, heldur er það heildarmagnið sem er losað út í andrúmsloftið á allri jörðinni sem skiptir máli.


Ef við skoðum fyrst hvað eitt álver losar mikið af gróðurhúsalofttegundum miðað við bíla kemur í ljós að það þarf mjög marga bíla til að menga jafnmikið og eitt álver. Á Íslandi nota álver rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum og því losa þau ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið vegna bruna kola og olíu eins og bílarnir. Hinsvegar verða til koldíoxíð (CO2) og svokölluð PFC-efni í efnaferlum við sjálfa framleiðsluna.

Ef við tökum Fjarðaál sem dæmi, sem er álverið sem Alcoa er að byggja á Reyðarfirði, þá er gert ráð fyrir að á hverju ári losi álverið 530 þúsund tonn af CO2. Þá mun álverið losa sem samsvarar 34.000 tonnum PFC-efna, þegar búið er að umreikna magn PFC yfir í svokölluð CO2-ígildi (e. CO2 equivalent). Ástæða þess að það þarf að umreikna magn PFC yfir í CO2-ígildi er sú að PFC er margfalt virkari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð. Þess vegna þarf að margfalda magn PFC-efna með ákveðnum stuðli til að fá tölu sem er samanburðarhæf við losun koldíoxíðs. Samtals má því búast við að Fjarðaál losi 564.000 tonn CO2-ígilda á ári, þegar búið er að leggja saman losun CO2 og PFC-efna.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Álver Alcoa nokkurn veginn eins og það mun líta út.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Hvað skyldi þurfa marga bíla til að losa sama magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið á hverju ári? Ef miðað er við meðalstóran fólksbíl sem eyðir 9,5 l/100 km af bensíni og meðalkeyrsla á ári er 15.000 km, þá er losun hans 3.277,5 kg af CO2 á ári. Því þarf um 172.000 slíka bíla til að losa sama magn af CO2 á hverju ári og Fjarðaál mun gera. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi.

Þegar litið er á losun efna sem valda staðbundinni mengun er erfiðara að bera saman mengun frá bílum og álveri. Dæmi um útblástursefni frá álveri sem falla í þennan flokk eru brennisteinn (SO2), PAH efni, svifryk (PM10) og köfnunarefnisoxíð (NOx). Öll mengun frá álveri berst út á einum stað og því getur styrkur mengunarefna orðið hár í nágrenni þess en áhrifa gætir lítið lengra í burtu.

Bílar gefa einnig frá sér ýmis efni sem geta valdið staðbundinni mengun, til dæmis kolmónoxíð (CO), óson (O3) og köfnunarefnisoxíð. Þetta eru ekki endilega nákvæmlega sömu efni og frá álverum og því erfitt að bera þau saman. Losun þessara efna frá bílum er líka mun breytilegri að magni en frá álverum og geta ýmsir þættir skipt máli aðrir en fjöldi bíla. Bílar eru til dæmis ekki allir staðsettir á sama stað eins og álver, heldur dreifðir um landið og mismikill umferðarþungi á ákveðnum stöðum eftir árstíð, vikudegi eða tíma dags. Þá eru nýrri bílar flestir búnir svokölluðum hvarfakútum sem draga úr losun efna sem valda staðbundinni mengun. Nýrri bílar menga því yfirleitt minna en gamlir. Hvarfakútar virka hins vegar ekki fyrr en vélin er orðið heit. Þess vegna menga bílar meira þegar er kalt úti. Þetta á sérstaklega við ef bílar eru notaðir til að keyra stuttar vegalengdir og vélin nær ekki að hitna. Þeir sem vilja draga úr mengun geta sett lítið tæki í bílinn sem heitir hreyfilhitari. Hann er tengdur við rafmagn á vetrarmorgnum þegar kalt er til að hita vélina áður en bíllinn er ræstur.

Heimildir:

  • Umhverfisstofnun. Umhverfisvísar. UST-2004:11.
  • Alcoa, Hönnun og VST. Aluminum Plant in Reydarfjodur. Fjardabyggd. Nóvember 2002. Skjalið má nálgast hér.

Myndir:

...