Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?

Sigurður Steinþórsson

Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum.

Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins vegar vafðist það hvorki fyrir Jóni Ólafssyni frá Grunnavík (1737) né Eggerti Ólafssyni (Ferðabók 1772) að kalkspat-fylltar skeljar á Tjörnesi (Jón) eða blaðför við Brjánslæk (Eggert) væru steingerðar lífverur – Jón segir að skelfiskurinn hafi breyst í stein, og Eggert að fyrrum hafi laufskógar vaxið á Íslandi við miklu hlýrra loftslag en síðar varð.Þegar lífverur deyja taka eyðingaröflin við. Lífrænir vefir rotna en skeljar og bein leysast upp. Yfirleitt þarf mjög sérstakar aðstæður, tilviljunum háðar, til að steingervingar myndist og geymist. Sögu lífsins á jörðinni, eins og hún er skráð í steingervingum, má líkja við 600 blaðsíðna bók, þar sem hver blaðsíða innihélt milljón ára sögu, en bókin er orðin svo eydd af tímans tönn að einungis eru eftir fáeinar blaðsíður og á hverri þeirra einn eða fáeinir bókstafir eða í mesta lagi setningabrot.

Steingervingar myndast helst í vatni þar sem lífveran grefst snarlega undir seti. Síðan er algengast að steinefni úr grunnvatninu komi í stað hins lífræna vefjar, eða fylli upp í holrúm ef lífveran var rotnuð, samanber skelina frá Tjörnesi. Í surtarbrandi — steingerðum viði — kemur kísill (kalsedón) stundum í stað mjúka vefjarins en frumuveggirnir eru kol (grafít) þannig að viðarbyggingin heldur sér.Myndin á að sýna hvernig mót og afsteypa steingervings getur myndast. A) Lífveran (harðir líkamshlutar) grafin í seti. B) Upprunalega efnið leysist upp en mótið situr eftir. C) Nýtt efni fyllir mótið og afsteypa myndast. Bæði mótið og afsteypan eru steingervingar sem sýna einstök atriði í byggingu lífverunnar.

Laufblöðin á Brjánslæk hafa borist út í tjörn og grafist í fíngerðu seti – þar er ekkert eftir nema grafít-afsteypur. Slíkar afsteypur af fornum fiskum og öðrum dýrum má sjá á söfnum erlendis, þar sem jafnvel frumubyggingin hefur haldið sér þótt ekkert sé eftir af lífverunni nema formið. Algengustu steinefni steingervinga eru kalk (CaCO3) og kísill (SiO2).

Ennþá sérstæðari og óalgengari eru smádýr í rafi (forn trjákvoða) eða tjöru — dýrin festust og lokuðust inni í mjúkri trjákvoðu eða tjöru sem síðan harðnaði. Loks má nefna frosna mammúta í freðmýrum Síberíu: dýrin drukknuðu í dýjum fyrir 10.000 árum og geymdust þannig frosin – svo vel að á heimsþingi jarðfræðinga í Leningrad árið 1943 var mammútakjöt á borðum!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

  • Blaðfar og kalkfyllt skel: Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands — Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík. 1991.
  • Myndun steingervinga - teikning: David Webster 2002: Understanding Geology. Oliver & Boyd. Sótt á vefinn: Jarðfræðiglósur GK 18. 6. 2009.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.6.2009

Spyrjandi

Hrefna Rós Lárusdóttir
Árni Gíslason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2009, sótt 22. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50964.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 22. júní). Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50964

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2009. Vefsíða. 22. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru steingervingar og hvernig myndast þeir?
Steingervingar eru steinrunnar leifar eða för dýra eða plantna sem varðveittar eru í jarðlögum.

Sagt er að Leonardó da Vinci (dagbók frá um 1500) hafi fyrstur manna áttað sig á því að steingerðar skeljar í jarðlögum á Ítalíu séu menjar lifandi dýra – almennt var talið að skeljarnar hefðu vaxið í berginu. Hins vegar vafðist það hvorki fyrir Jóni Ólafssyni frá Grunnavík (1737) né Eggerti Ólafssyni (Ferðabók 1772) að kalkspat-fylltar skeljar á Tjörnesi (Jón) eða blaðför við Brjánslæk (Eggert) væru steingerðar lífverur – Jón segir að skelfiskurinn hafi breyst í stein, og Eggert að fyrrum hafi laufskógar vaxið á Íslandi við miklu hlýrra loftslag en síðar varð.Þegar lífverur deyja taka eyðingaröflin við. Lífrænir vefir rotna en skeljar og bein leysast upp. Yfirleitt þarf mjög sérstakar aðstæður, tilviljunum háðar, til að steingervingar myndist og geymist. Sögu lífsins á jörðinni, eins og hún er skráð í steingervingum, má líkja við 600 blaðsíðna bók, þar sem hver blaðsíða innihélt milljón ára sögu, en bókin er orðin svo eydd af tímans tönn að einungis eru eftir fáeinar blaðsíður og á hverri þeirra einn eða fáeinir bókstafir eða í mesta lagi setningabrot.

Steingervingar myndast helst í vatni þar sem lífveran grefst snarlega undir seti. Síðan er algengast að steinefni úr grunnvatninu komi í stað hins lífræna vefjar, eða fylli upp í holrúm ef lífveran var rotnuð, samanber skelina frá Tjörnesi. Í surtarbrandi — steingerðum viði — kemur kísill (kalsedón) stundum í stað mjúka vefjarins en frumuveggirnir eru kol (grafít) þannig að viðarbyggingin heldur sér.Myndin á að sýna hvernig mót og afsteypa steingervings getur myndast. A) Lífveran (harðir líkamshlutar) grafin í seti. B) Upprunalega efnið leysist upp en mótið situr eftir. C) Nýtt efni fyllir mótið og afsteypa myndast. Bæði mótið og afsteypan eru steingervingar sem sýna einstök atriði í byggingu lífverunnar.

Laufblöðin á Brjánslæk hafa borist út í tjörn og grafist í fíngerðu seti – þar er ekkert eftir nema grafít-afsteypur. Slíkar afsteypur af fornum fiskum og öðrum dýrum má sjá á söfnum erlendis, þar sem jafnvel frumubyggingin hefur haldið sér þótt ekkert sé eftir af lífverunni nema formið. Algengustu steinefni steingervinga eru kalk (CaCO3) og kísill (SiO2).

Ennþá sérstæðari og óalgengari eru smádýr í rafi (forn trjákvoða) eða tjöru — dýrin festust og lokuðust inni í mjúkri trjákvoðu eða tjöru sem síðan harðnaði. Loks má nefna frosna mammúta í freðmýrum Síberíu: dýrin drukknuðu í dýjum fyrir 10.000 árum og geymdust þannig frosin – svo vel að á heimsþingi jarðfræðinga í Leningrad árið 1943 var mammútakjöt á borðum!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

  • Blaðfar og kalkfyllt skel: Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands — Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík. 1991.
  • Myndun steingervinga - teikning: David Webster 2002: Understanding Geology. Oliver & Boyd. Sótt á vefinn: Jarðfræðiglósur GK 18. 6. 2009.
...