Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita.

Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til Le Havre árið 1845 og þar eyddi Monet æskuárum sínum. Þegar hann var ungur maður kynntist hann listamanninum Eugene Boudin. Boudin þessi vakti áhuga Monet á að mála utandyra, nokkuð sem ekki var mikil hefð fyrir á þessum tíma. Þetta hafði mikil áhrif á líf Monets sem listamanns, og næstu 60 árum varði Monet í að skoða áhrif ljóss í landslagsmálverkum.

Monet flutti til Parísar árið 1859, og þar hitti hann málarana Camille Pissarro og Edouard Manet. Hann giftist árið 1870 og einu ári síðar flutti hann til Argenteuil. Árið 1874 komu nokkrir málarar saman, meðal annars Monet, Pissarro og Renoir, og stofnuðu bandalag listmálara. Bandalagið fékk heitið Impressjónistar eftir málverki Monets, Impressjónískt sólarlag (Impression: Sunrise).

Flestum fannst lítið til verka impressjónista koma; þau þóttu of grófgerð og gengu gegn almennum viðmiðum um hvað væru falleg málverk. Impressjónistar héldu samt sem áður áfram að sýna verk saman allt til ársins 1886. Það var svo ekki fyrr en eftir að impressjónistabandalagið leystist upp sem Monet fór smám saman að öðlast virðingu í listaheiminum.

Árið 1883 flutti Monet til Giverny í Frakklandi og hélt áfram að mála og skoða undur ljóssins, allt þar til hann dó 5. desember 1926, þá 86 ára gamall.

Lesendum er einnig bent á að kynna sér svar Ulriku Andersson við spurningunni Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

28.6.2005

Spyrjandi

Birta Þórsdóttir, f. 1993

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

doktor í taugavísindum

Tilvísun

Tinna Rut Wiium og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvenær fæddist og dó Claude Monet?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2005. Sótt 17. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5097.

Tinna Rut Wiium og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 28. júní). Hvenær fæddist og dó Claude Monet? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5097

Tinna Rut Wiium og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvenær fæddist og dó Claude Monet?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2005. Vefsíða. 17. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5097>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.