Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Málfræðilega er jafn rétt að segja að einhver sé Júlíusdóttir/Júlíusson og Júlíusardóttir/Júlíusarson. Júlíusdóttir/-son er svonefnd stofnsamsetning. Stofn finnst eins og kunnugt er best í þolfalli eintölu, í þessu tilviki Júlíus (þf. et.). Júlíusardóttir/-son er aftur á móti eignarfallssamsetning. Stofnsamsetningin er sú mynd kenninafnsins sem hefð hefur skapast um.

Nýdönsk söng á sínum tíma um Hólmfríði Júlíusdóttur, en hún hefði allt eins getað verið Júlíusardóttir.

Af öðru tagi eru tvímyndir eins og Sigurðsson–Sigurðarson/-dóttir. Þar er um tvenns konar eignarfallssamsetningu að ræða: Sigurðs- og Sigurðar-. Hefðin er sú að eignarfallið Sigurðar sé notað í kenninöfnum kvenna (Sigurðardóttir) en Sigurðs í kenninöfnum karla (Sigurðsson) þótt dæmi séu um að menn kjósi myndina Sigurðarson. Nánar má lesa um þetta í svari höfundar við spurningunni Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum 2 mismunandi eignarfallsendingar?

Af enn öðru tagi eru tvímyndirnar Höskulds–Höskuldar og Þorvalds–Þorvaldar. Upphaflegt eignarfall þessara nafna er með endingunni -s, en eignarfall með -ar sækir á í eiginnafninu (það er til Höskuldar/Þorvaldar). Í kenninafninu ríkir enn sú hefð að nota eignarfallssamsetningu með -s: Höskuldsson/-dóttir og Þorvaldsson/-dóttir.

Mynd: Tónlist.is.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.6.2005

Spyrjandi

Júlíus Sigurður Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5098.

Guðrún Kvaran. (2005, 29. júní). Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5098

Guðrún Kvaran. „Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?
Málfræðilega er jafn rétt að segja að einhver sé Júlíusdóttir/Júlíusson og Júlíusardóttir/Júlíusarson. Júlíusdóttir/-son er svonefnd stofnsamsetning. Stofn finnst eins og kunnugt er best í þolfalli eintölu, í þessu tilviki Júlíus (þf. et.). Júlíusardóttir/-son er aftur á móti eignarfallssamsetning. Stofnsamsetningin er sú mynd kenninafnsins sem hefð hefur skapast um.

Nýdönsk söng á sínum tíma um Hólmfríði Júlíusdóttur, en hún hefði allt eins getað verið Júlíusardóttir.

Af öðru tagi eru tvímyndir eins og Sigurðsson–Sigurðarson/-dóttir. Þar er um tvenns konar eignarfallssamsetningu að ræða: Sigurðs- og Sigurðar-. Hefðin er sú að eignarfallið Sigurðar sé notað í kenninöfnum kvenna (Sigurðardóttir) en Sigurðs í kenninöfnum karla (Sigurðsson) þótt dæmi séu um að menn kjósi myndina Sigurðarson. Nánar má lesa um þetta í svari höfundar við spurningunni Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum 2 mismunandi eignarfallsendingar?

Af enn öðru tagi eru tvímyndirnar Höskulds–Höskuldar og Þorvalds–Þorvaldar. Upphaflegt eignarfall þessara nafna er með endingunni -s, en eignarfall með -ar sækir á í eiginnafninu (það er til Höskuldar/Þorvaldar). Í kenninafninu ríkir enn sú hefð að nota eignarfallssamsetningu með -s: Höskuldsson/-dóttir og Þorvaldsson/-dóttir.

Mynd: Tónlist.is....