Nýdönsk söng á sínum tíma um Hólmfríði Júlíusdóttur, en hún hefði allt eins getað verið Júlíusardóttir.Af öðru tagi eru tvímyndir eins og Sigurðsson–Sigurðarson/-dóttir. Þar er um tvenns konar eignarfallssamsetningu að ræða: Sigurðs- og Sigurðar-. Hefðin er sú að eignarfallið Sigurðar sé notað í kenninöfnum kvenna (Sigurðardóttir) en Sigurðs í kenninöfnum karla (Sigurðsson) þótt dæmi séu um að menn kjósi myndina Sigurðarson. Nánar má lesa um þetta í svari höfundar við spurningunni Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum 2 mismunandi eignarfallsendingar? Af enn öðru tagi eru tvímyndirnar Höskulds–Höskuldar og Þorvalds–Þorvaldar. Upphaflegt eignarfall þessara nafna er með endingunni -s, en eignarfall með -ar sækir á í eiginnafninu (það er til Höskuldar/Þorvaldar). Í kenninafninu ríkir enn sú hefð að nota eignarfallssamsetningu með -s: Höskuldsson/-dóttir og Þorvaldsson/-dóttir. Mynd: Tónlist.is.
Útgáfudagur
29.6.2005
Spyrjandi
Júlíus Sigurður Jónsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5098.
Guðrún Kvaran. (2005, 29. júní). Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5098
Guðrún Kvaran. „Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5098>.