Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?

Jón Már Halldórsson

Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar.



Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur.

Vatnsmelónur eru upprunar í sunnanverðri Afríku, nánar tiltekið í Suður-Afríku, Namibíu, Botsvana, Zimbabwe, Mósambík og Sambíu. Í Afríku hafa menn nýtt sér safaríkar vatnsmelónur í þúsundir ára enda gómsætar og innihalda, eins og nafnið gefur til kynna, mjög hátt hlutfall vökva. Sem dæmi má nefna að til eru 4 þúsund ára gamlar myndir af egypskum bændum að tína vatnsmelónur.

Frá Afríku bárust vatnsmelónur til Miðjarðarhafssvæðisins og síðan austur á bóginn til Indlands og Kína. Vitað er að vatnsmelónur voru komnar til Evrópu fyrir árið 1000. Nú á dögum eru vatnsmelónur ræktaðar í öllum heimsálfum (að Suðurskautslandinu undanskildu, að sjálfsögðu). Þær þrífast best þar sem sumur eru heit og löng.

Vatnsmelónur eru mjög breytilegar að stærð og lögun. Villtar melónur í sunnanverðri Afríku eru oftast minni en 20 cm í þvermál en ræktaðar melónur geta orðið töluvert stærri. Vatnsmelónur eru yfirleitt á bilinu 3-15 kg á þyngd en geta orðið yfir 20 kg. Villtar melónur eru gjarnan hnattlaga á meðan þær ræktuðu eru ýmist hnattlaga eða ílangar.

Litur melóna er einnig mjög mismunandi, bæði á berki og holdi. Litur barkarins er allt frá því að vera dökkgrænn yfir í að vera gulur og er hann ýmist einlitur, flekkóttur eða röndóttur. Hold vatnsmelóna getur verið grænt, gult, appelsínugult, hvítt eða rautt eins og við þekkjum best.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.6.2005

Spyrjandi

Fríða Þorkelsdóttir, f. 1994
Arnar Halldòrsson, f. 1991
Dagný H. f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2005, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5099.

Jón Már Halldórsson. (2005, 29. júní). Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5099

Jón Már Halldórsson. „Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2005. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar.



Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur.

Vatnsmelónur eru upprunar í sunnanverðri Afríku, nánar tiltekið í Suður-Afríku, Namibíu, Botsvana, Zimbabwe, Mósambík og Sambíu. Í Afríku hafa menn nýtt sér safaríkar vatnsmelónur í þúsundir ára enda gómsætar og innihalda, eins og nafnið gefur til kynna, mjög hátt hlutfall vökva. Sem dæmi má nefna að til eru 4 þúsund ára gamlar myndir af egypskum bændum að tína vatnsmelónur.

Frá Afríku bárust vatnsmelónur til Miðjarðarhafssvæðisins og síðan austur á bóginn til Indlands og Kína. Vitað er að vatnsmelónur voru komnar til Evrópu fyrir árið 1000. Nú á dögum eru vatnsmelónur ræktaðar í öllum heimsálfum (að Suðurskautslandinu undanskildu, að sjálfsögðu). Þær þrífast best þar sem sumur eru heit og löng.

Vatnsmelónur eru mjög breytilegar að stærð og lögun. Villtar melónur í sunnanverðri Afríku eru oftast minni en 20 cm í þvermál en ræktaðar melónur geta orðið töluvert stærri. Vatnsmelónur eru yfirleitt á bilinu 3-15 kg á þyngd en geta orðið yfir 20 kg. Villtar melónur eru gjarnan hnattlaga á meðan þær ræktuðu eru ýmist hnattlaga eða ílangar.

Litur melóna er einnig mjög mismunandi, bæði á berki og holdi. Litur barkarins er allt frá því að vera dökkgrænn yfir í að vera gulur og er hann ýmist einlitur, flekkóttur eða röndóttur. Hold vatnsmelóna getur verið grænt, gult, appelsínugult, hvítt eða rautt eins og við þekkjum best.

Heimildir og mynd:...