Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?

Einar Örn Þorvaldsson, Hildur Guðmundsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á milli kvarðanna, einungis þarf að draga 273 frá fjölda kelvína til að fá hitastig á selsíuskvarða eða bæta sömu tölu við ef við erum með selsíus en viljum fá hitastigið á kelvin.

MálmurBræðslumark [°C]Bræðslumark [K]
KvikasilfurHg-38,87234,28 K
SesínCs28,5301,65 K
GallínGa29,78302,93 K
RúbidínRb38,89312,04 K
KalínK63,65336,8 K
NatrínNa97,81370,96 K
IndínIn156,61429,76 K
LitínLi179452,15 K
TinSn231,91505,06 K
PólonPo254527,15 K
(Vísindavefurinn mælir eins og margir aðrir með þeim íslensku frumefnaheitum sem hér eru sýnd, en margir segja eða skrifa sesíum, gallíum og svo framvegis. Kalín heitir á ensku potassium og natrín heitir sodium en ensk nöfn annarra málma í töflunni eru svipuð þeim íslensku).

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getur vatn verið þurrt? er fjallað um hamskipti og bráðnun:
Þegar efni í storkuham er hitað kemur yfirleitt að því að það skiptir um ham og tekur á sig vökvaham (e. liquid phase) sem er annar hamur efnisins. Við tölum um að efnið bráðni og það gerist við ákveðið hitastig sem einkennir viðkomandi efni og við köllum bræðslumark þess. Dæmi um þetta er auðvitað fljótandi vatn en einnig fljótandi kvikasilfur.
Eins og sjá má í töflunni hér á undan á þetta líka við um aðra málma en kvikasilfur (Hg). Kvikasilfur hefur lægsta bræðslumark málma, 234 K eða -39 °C. Það bráðnar sem sé við 39 stiga frost sem merkir að það er fljótandi við allan venjulegan hita eins og við þekkjum.

Þegar efni er í storkuham er einnig talað um fast efni. Frumeindir eða sameindir efnisins eru þá fastar hver miðað við aðra, til dæmis í kristöllum. Í málmum eru ystu rafeindir frumeindanna lausar í kristallinum og gera það að verkum að hann leiðir vel rafstraum og varma.

Þegar efnið er í vökvaham eða fljótandi geta sameindirnar hins vegar hreyfst verulega hver miðað við aðra en eru þó ekki alveg lausar eins og í gasham.

Heimild:

CRC Handbook of Chemistry and Physics. 51st Edition. Ritst. Robert C. Weast.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

eðlisfræðinemi

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.6.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson, Hildur Guðmundsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2005. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5100.

Einar Örn Þorvaldsson, Hildur Guðmundsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 29. júní). Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5100

Einar Örn Þorvaldsson, Hildur Guðmundsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2005. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á milli kvarðanna, einungis þarf að draga 273 frá fjölda kelvína til að fá hitastig á selsíuskvarða eða bæta sömu tölu við ef við erum með selsíus en viljum fá hitastigið á kelvin.

MálmurBræðslumark [°C]Bræðslumark [K]
KvikasilfurHg-38,87234,28 K
SesínCs28,5301,65 K
GallínGa29,78302,93 K
RúbidínRb38,89312,04 K
KalínK63,65336,8 K
NatrínNa97,81370,96 K
IndínIn156,61429,76 K
LitínLi179452,15 K
TinSn231,91505,06 K
PólonPo254527,15 K
(Vísindavefurinn mælir eins og margir aðrir með þeim íslensku frumefnaheitum sem hér eru sýnd, en margir segja eða skrifa sesíum, gallíum og svo framvegis. Kalín heitir á ensku potassium og natrín heitir sodium en ensk nöfn annarra málma í töflunni eru svipuð þeim íslensku).

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getur vatn verið þurrt? er fjallað um hamskipti og bráðnun:
Þegar efni í storkuham er hitað kemur yfirleitt að því að það skiptir um ham og tekur á sig vökvaham (e. liquid phase) sem er annar hamur efnisins. Við tölum um að efnið bráðni og það gerist við ákveðið hitastig sem einkennir viðkomandi efni og við köllum bræðslumark þess. Dæmi um þetta er auðvitað fljótandi vatn en einnig fljótandi kvikasilfur.
Eins og sjá má í töflunni hér á undan á þetta líka við um aðra málma en kvikasilfur (Hg). Kvikasilfur hefur lægsta bræðslumark málma, 234 K eða -39 °C. Það bráðnar sem sé við 39 stiga frost sem merkir að það er fljótandi við allan venjulegan hita eins og við þekkjum.

Þegar efni er í storkuham er einnig talað um fast efni. Frumeindir eða sameindir efnisins eru þá fastar hver miðað við aðra, til dæmis í kristöllum. Í málmum eru ystu rafeindir frumeindanna lausar í kristallinum og gera það að verkum að hann leiðir vel rafstraum og varma.

Þegar efnið er í vökvaham eða fljótandi geta sameindirnar hins vegar hreyfst verulega hver miðað við aðra en eru þó ekki alveg lausar eins og í gasham.

Heimild:

CRC Handbook of Chemistry and Physics. 51st Edition. Ritst. Robert C. Weast....