Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta norður Kanada og vestur að Beringssundi. Meðal þessarar deilitegundar finnast tvö litaafbrigði, annað er hvítt og hitt gráblátt.

Stærra afbrigðið nefnist á fræðimáli C. c. atlanticus og verpir í norðausturhluta Kanada. Þessar gæsir vega á bilinu 3-4,6 kg og eru um 79 cm langar.


Snjógæsir.

Snjógæsir eru einkvænisfuglar, það er að segja þær eiga aðeins einn maka alla sína lífstíð. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að varpárangur snjógæsa er mjög góður. Kvenfuglinn verpir að meðaltali fjórum eggjum og úr 90% hreiðra kemst að minnsta kosti einn ungi á legg. Helsta ástæðan fyrir vanhöldum er afrán og eru þar einkum að verki máfar (Larus spp.), tófur (Alopex lagopus), rauðrefir (Vulpes vulpes), úlfar (Canis lupus), hvítabirnir (Ursus maritimus), mótrönur (Grus canadensis) og hrafnar (Corvus corax). Hreindýrahjarðir geta valdið skaða á snjógæsavarpi með traðki auk þess sem hreindýr eiga það til að leggja sér egg til munns, sjálfsagt til að fá kalk. Auk þess gerist það stundum vegna einhverra óútskýrðra þátta að parið yfirgefur hreiðrið.

Stofnstærðir þessara deilitegunda eru geysimiklar. Varpstofn C. c. carulescens er sennilega um 5 milljón fuglar og hefur stærð hans þrefaldast síðan um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Undanfarin ár hefur fjölgunin numið allt að 5% á ári.

En hvað veldur þá þessari miklu fjölgun snjógæsa? Þrátt fyrir fjölgunina eru árlega veiddir allt að 700 þúsund fuglar úr stofninum. Samkvæmt rannsóknum virðist það ekki koma í veg fyrir eða hafa á nokkurn hátt áhrif á þessa stöðugu fjölgun snjógæsarinnar. Að mati náttúrufræðinga er fjöldinn á sumum varpsvæðum orðinn það mikill að svæðin ber hann ekki og líkur aukast á vistfræðilegu stórslysi á þesssum svæðum.

Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessari miklu fjölgun snjógæsarinnar. Flestir líffræðingar sem hafa rannsakað þetta fyrirbæri telja að aukið fæðuframboð á veturna sé meginskýringin.

Vetrarheimkynni snjógæsarinnar í árdaga voru við strandsvæðin sem nú tilheyra Bandaríkjunum, aðallega sunnarlega. Þar lifðu snjógæsirnar á ýmsum tegundum vatnaplantna. Þessum svæðum hefur nú verið breytt í ræktarlönd og þau eru mun ríkari af fæðu en áður. Kornræktarsvæðin sunnarlega á sléttunum miklu eru einnig vetrardvalarsvæði snjógæsarinnar og eftir kornskurð á haustin fellur til mikið magn korns sem gæsirnar lifa á yfir veturinn.


Heimkynni Chen caerulescens atlanticus.

Þetta aukna fæðuframboð veldur því að stórlega hefur dregið úr vanhöldum á snjógæsum á vetrarstöðvunum. Snjógæsirnar yfirgefa vetrarstöðvarnar í apríl og maí og fljúga norður á freðmýrarnar vel nærðar og tilbúnar í varp. Þetta bætta næringarástand fuglanna eykur því líkurnar á árangursríku varpi.

Sjálfsagt gætu snjógæsir þrifist hér á landi, svo sem á gróðurvinjum hálendisins. Þar dafna heiðagæsir vel sem eru stærri fuglar en snjógæsirnar. Ekki er hægt að útiloka að snjógæsir villist hingað úr vestri og hefji varp hér á landi, dýr eru alltaf að nema ný lönd og á síðustu öld hafa margar nýjar fuglategundir sest hér að til dæmis stari (Sturnus vulgaris), sílamáfur (Larus fuscus), hettumáfur (Larus ridibundus) auk minna áberandi fugla sem þó virðast hafa náð hér fótfestu, eins og svartþröstur (Turdus merula) og glókollur (Regulus regulus).

Helstu heimildir:
  • Johnson, Mike. 1996. The snow goose population problem: Part I. North Dakota Outdoors 59(2):14-18.
  • Johnson, Mike. 1996. The snow goose population problem: Part II: Working toward a solution. North Dakota Outdoors 59(3):19-22.
  • Johnson, Mike. 1997. The snow goose population problem: Part III: Arctic ecosystems in peril. North Dakota Outdoors 59(8):2-7.

Mynd og kort:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.2.2009

Spyrjandi

Sævar Steingrímsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51025.

Jón Már Halldórsson. (2009, 12. febrúar). Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51025

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta norður Kanada og vestur að Beringssundi. Meðal þessarar deilitegundar finnast tvö litaafbrigði, annað er hvítt og hitt gráblátt.

Stærra afbrigðið nefnist á fræðimáli C. c. atlanticus og verpir í norðausturhluta Kanada. Þessar gæsir vega á bilinu 3-4,6 kg og eru um 79 cm langar.


Snjógæsir.

Snjógæsir eru einkvænisfuglar, það er að segja þær eiga aðeins einn maka alla sína lífstíð. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að varpárangur snjógæsa er mjög góður. Kvenfuglinn verpir að meðaltali fjórum eggjum og úr 90% hreiðra kemst að minnsta kosti einn ungi á legg. Helsta ástæðan fyrir vanhöldum er afrán og eru þar einkum að verki máfar (Larus spp.), tófur (Alopex lagopus), rauðrefir (Vulpes vulpes), úlfar (Canis lupus), hvítabirnir (Ursus maritimus), mótrönur (Grus canadensis) og hrafnar (Corvus corax). Hreindýrahjarðir geta valdið skaða á snjógæsavarpi með traðki auk þess sem hreindýr eiga það til að leggja sér egg til munns, sjálfsagt til að fá kalk. Auk þess gerist það stundum vegna einhverra óútskýrðra þátta að parið yfirgefur hreiðrið.

Stofnstærðir þessara deilitegunda eru geysimiklar. Varpstofn C. c. carulescens er sennilega um 5 milljón fuglar og hefur stærð hans þrefaldast síðan um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Undanfarin ár hefur fjölgunin numið allt að 5% á ári.

En hvað veldur þá þessari miklu fjölgun snjógæsa? Þrátt fyrir fjölgunina eru árlega veiddir allt að 700 þúsund fuglar úr stofninum. Samkvæmt rannsóknum virðist það ekki koma í veg fyrir eða hafa á nokkurn hátt áhrif á þessa stöðugu fjölgun snjógæsarinnar. Að mati náttúrufræðinga er fjöldinn á sumum varpsvæðum orðinn það mikill að svæðin ber hann ekki og líkur aukast á vistfræðilegu stórslysi á þesssum svæðum.

Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir þessari miklu fjölgun snjógæsarinnar. Flestir líffræðingar sem hafa rannsakað þetta fyrirbæri telja að aukið fæðuframboð á veturna sé meginskýringin.

Vetrarheimkynni snjógæsarinnar í árdaga voru við strandsvæðin sem nú tilheyra Bandaríkjunum, aðallega sunnarlega. Þar lifðu snjógæsirnar á ýmsum tegundum vatnaplantna. Þessum svæðum hefur nú verið breytt í ræktarlönd og þau eru mun ríkari af fæðu en áður. Kornræktarsvæðin sunnarlega á sléttunum miklu eru einnig vetrardvalarsvæði snjógæsarinnar og eftir kornskurð á haustin fellur til mikið magn korns sem gæsirnar lifa á yfir veturinn.


Heimkynni Chen caerulescens atlanticus.

Þetta aukna fæðuframboð veldur því að stórlega hefur dregið úr vanhöldum á snjógæsum á vetrarstöðvunum. Snjógæsirnar yfirgefa vetrarstöðvarnar í apríl og maí og fljúga norður á freðmýrarnar vel nærðar og tilbúnar í varp. Þetta bætta næringarástand fuglanna eykur því líkurnar á árangursríku varpi.

Sjálfsagt gætu snjógæsir þrifist hér á landi, svo sem á gróðurvinjum hálendisins. Þar dafna heiðagæsir vel sem eru stærri fuglar en snjógæsirnar. Ekki er hægt að útiloka að snjógæsir villist hingað úr vestri og hefji varp hér á landi, dýr eru alltaf að nema ný lönd og á síðustu öld hafa margar nýjar fuglategundir sest hér að til dæmis stari (Sturnus vulgaris), sílamáfur (Larus fuscus), hettumáfur (Larus ridibundus) auk minna áberandi fugla sem þó virðast hafa náð hér fótfestu, eins og svartþröstur (Turdus merula) og glókollur (Regulus regulus).

Helstu heimildir:
  • Johnson, Mike. 1996. The snow goose population problem: Part I. North Dakota Outdoors 59(2):14-18.
  • Johnson, Mike. 1996. The snow goose population problem: Part II: Working toward a solution. North Dakota Outdoors 59(3):19-22.
  • Johnson, Mike. 1997. The snow goose population problem: Part III: Arctic ecosystems in peril. North Dakota Outdoors 59(8):2-7.

Mynd og kort:...