Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?

Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi:
  • Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku?
  • Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri?
  • Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi?
  • Getið þið sagt mér hvernig ég skrifa nafnið mitt á tungumáli Tamíla?

Umritun sérnafna úr einu máli yfir á annað er ekki alltaf einfalt mál. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig grísk og latnesk nöfn eru umrituð á íslensku geta lesið svar Geir Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Í stað þess að svara beint öllum þeim spurningum sem við fáum um umritanir á nöfnum látum við nægja að benda á nokkrar síður á Netinu sem bjóða upp á umritun úr latnesku stafrófi yfir á önnur stafróf og tungumál:

Þeir sem prófa þessar síður geta þá fræðst um það að nafn Bergs Bjarka Ingasonar er umritað svona á arabísku (athugið að nafnið er lesið frá hægri til vinstri:
  • برجر بجاركي إنجازان

Og ef Kristín Einarsdóttir ætlar að skrifast á við Tamíla gæti hún skrifað svona undir bréfin sín:
  • கிறிஸ்டின் எயனர்ச்டோட்டிர்

Einn spyrjandi spurðist fyrir um álfamál Tolkiens. Hér má sjá sálminn A Elbereth Gilthoniel sem kemur fram í Lord of the Rings bókum hans.

Þeir sem hafa áhuga á öðrum tungumálum en hér hafa verið tilgreind geta prófað sig áfram með því að leita á Netinu. Best er að leita með því að slá inn bæði enskt heiti tungumálsins sem menn hafa áhuga á og enska hugtakið transliteration sem merkir umritun. Einn spyrjandi hafði til dæmis áhuga á álfamálum Tolkiens og hann gæti þá leitað eftir orðunum elvish transliteration. Á alfræðiritinu Wikipedia er líka að finna lista um síður eða hugbúnað sem getur umritað á milli mála.

Meira lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru:
Sonja Georgsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 1992, Eyþór Sigurðsson, Bjarki Jónsson, f. 1989, Elsa Mjöll, f. 1991, Arnór Gunnarsson og Elma Guðmundsdóttir, f. 1991.

Útgáfudagur

16.1.2009

Spyrjandi

Bjarki Þór Ingason f. 1992 og fleiri

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2009. Sótt 16. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=51030.

JGÞ. (2009, 16. janúar). Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51030

JGÞ. „Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2009. Vefsíða. 16. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51030>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

1969

Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki.