Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?

Guðrún Kvaran

Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum fóstri og fóstra þótt hin þekkist líka. Fósturfaðir er þannig maður sem tekur barn, dreng eða stúlku, í fóstur án þess að vera í sambúð með eða kvæntur móðurinni. Fósturmóðir er að sama skapi kona sem tekur barn í fóstur án þess að vera í sambúð með eða gift föðurnum. Oftast eru þau sameiginlega fósturforeldrar barnsins.Í ævintýrum, svo sem Mjallhvíti og dvergunum sjö, eru stjúpur gjarnan illar og öfundsjúkar út í stjúpbörn sín.

Stjúpfaðir, stjúpi, er aftur á móti kvæntur eða í sambúð með móður barns og gengur barninu í föðurstað. Barnið er þá stjúpbarn hans, stjúpsonur eða stjúpdóttir eftir atvikum. Stjúpmóðir, stjúpa, er gift eða í sambúð með föður barns og gengur barninu í móðurstað.

Forliðurinn stjúp- er talinn merkja ‘stýfður, sviptur (öðru foreldri), stúfur’. Hann er til í öðrum germönskum málum, til dæmis sem step- í ensku orðunum stepmother og stepfather.

Mynd: The wicked queen and the magic mirror.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2005

Spyrjandi

Steinunn Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2005. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5105.

Guðrún Kvaran. (2005, 1. júlí). Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5105

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2005. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5105>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?
Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum fóstri og fóstra þótt hin þekkist líka. Fósturfaðir er þannig maður sem tekur barn, dreng eða stúlku, í fóstur án þess að vera í sambúð með eða kvæntur móðurinni. Fósturmóðir er að sama skapi kona sem tekur barn í fóstur án þess að vera í sambúð með eða gift föðurnum. Oftast eru þau sameiginlega fósturforeldrar barnsins.Í ævintýrum, svo sem Mjallhvíti og dvergunum sjö, eru stjúpur gjarnan illar og öfundsjúkar út í stjúpbörn sín.

Stjúpfaðir, stjúpi, er aftur á móti kvæntur eða í sambúð með móður barns og gengur barninu í föðurstað. Barnið er þá stjúpbarn hans, stjúpsonur eða stjúpdóttir eftir atvikum. Stjúpmóðir, stjúpa, er gift eða í sambúð með föður barns og gengur barninu í móðurstað.

Forliðurinn stjúp- er talinn merkja ‘stýfður, sviptur (öðru foreldri), stúfur’. Hann er til í öðrum germönskum málum, til dæmis sem step- í ensku orðunum stepmother og stepfather.

Mynd: The wicked queen and the magic mirror....