Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?

Ívar Daði Þorvaldsson og Hlynur Gíslason



Barist gegn kynþáttaaðskilnaði

Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African National Congress, ANC), stjórnmálaflokks sem barðist fyrir auknum réttindum svartra manna í Suður-Afríku. Mandela gekk til liðs við Afríska þjóðarþingið árið 1944 og 1949 varð hann einn af leiðtogum þess. Hann gegndi mikilvægu hlutverki við að blása lífi í samtökin og mótmæla kynþáttaaðskilnaðarstefnu þess flokks sem var við völd.

Mandela var leiddur fyrir dóm fyrir landráð árin 1956-1961 en var sýknaður af ákærunni. Á þeim langa tíma sem mál hans var fyrir rétti skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og kvnætist Nomzamo Winifred (Winnie Mandela). Þau skildu svo árið 1996.

Fangelsisvistin

Árið 1960 bönnuðu stjórnvöld í Suður-Afríku alla starfsemi Afríska þjóðarþingsins. Það, ásamt fjöldamorðum á óvopnuðum Afríkubúum af lögreglunni í Sharpeville sama ár, gerði það að verkum að Mandela hætti friðsamri baráttu fyrir bættum kjörum svartra og hvatti til hefndaraðgerða sem beindust að suður-afrísku stjórninni. Meira þessu tengdu er hægt að lesa í svari Bryndísar Ólafsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Árið 1962 var hann handtekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi. Árið 1963 var Mandela, sem þegar sat í fangelsi, ákærður fyrir landráð á ný, sem og hefndarverk og samsæri gegn yfirvöldum. Mandela játaði á sig sumar þær sakir sem á hann voru bornar og 12. júní árið 1964 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar. Á árunum 1964-1982 var Mandela vistaður í Robben Island fangelsinu í Cape Town. Árið 1982 var hann færður í öryggisfangelsið Pollsmoor þar sem hann dvaldi allt til ársins 1988. Þá veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi.

Stuðlað að friði

Mandela naut mikils stuðnings meðal svartra borgara Suður-Afríku og fangelsisvist hans varð fræg í hinu alþjóðlega samfélagi, þar sem fólk var almennt mótfallið aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Stjórn F. W. de Klerk forseta sleppti Mandela að lokum lausum úr fangelsi 11. febrúar árið 1990. Þann 2. mars sama ár var svo Mandela kosinn forseti Afríska þjóðarþingsins og tók við af Tambo í júlí árið 1991. Mandela og de Klerk unnu saman að því að binda enda á kynþáttaaðskilnað og koma á friðsamlegri sátt og lýðræði án kynþáttamisréttis. Árið 1993 fengu þeir báðir friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á milli svartra og hvítra íbúa Suður-Afríku.

Í apríl 1994 voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar haldnar í Suður-Afríku þar sem svartir og hvítir höfðu jafnan kosningarétt. Afríska þjóðarþingið, undir forystu Mandela, vann sigur í kosningunum og Mandela varð fyrsti svarti forseti Suður-Afríku. Sem forseti stofnaði hann Sannleiks- og sáttarnefndina (e. Truth and Reconciliation Commission, TRC), sem rannsakaði mannréttindabrot sem framin voru á meðan aðskilnaðarstefnan var við lýði. Mandela reyndi einnig að bæta lífsgæði svartra í landinu með ýmsum aðferðum, svo sem að bæta úr húsnæðisskorti, auka menntun og stykja efnahag landsins. Árið 1996 hafði hann umsjón með lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár.

Árið 1997 sagði Mandela af sér sem forseti Afríska þjóðarþingsins og sóttist ekki eftir endurkjöri sem forseti landsins þegar kjörtímabili hans lauk árið 1999 heldur dró sig alfarið út úr pólitík.

Frekara lesefni

Hægt er að nálgast ýmis skrif Nelsons Mandela í bókunum No Easy Walk To Freedom (1964) og I Am Prepared To Die (1979). Sjálfsævisaga hans var gefin út árið 1994 og heitir Long Walk To Freedom. Einnig hafa Mary Benson og Desmond Tutu gefið út ævisögu Mandela undir heitinu Nelson Mandela: The Man and the Movement.

Heimildir:

  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Nelson Mandela. Encyclopædia Britannica Online.
  • Nelson Mandela. MSN Encarta.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

4.7.2005

Spyrjandi

Ásdís Sigurjónsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson og Hlynur Gíslason. „Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2005, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5110.

Ívar Daði Þorvaldsson og Hlynur Gíslason. (2005, 4. júlí). Fyrir hverju barðist Nelson Mandela? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5110

Ívar Daði Þorvaldsson og Hlynur Gíslason. „Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2005. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5110>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?


Barist gegn kynþáttaaðskilnaði

Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African National Congress, ANC), stjórnmálaflokks sem barðist fyrir auknum réttindum svartra manna í Suður-Afríku. Mandela gekk til liðs við Afríska þjóðarþingið árið 1944 og 1949 varð hann einn af leiðtogum þess. Hann gegndi mikilvægu hlutverki við að blása lífi í samtökin og mótmæla kynþáttaaðskilnaðarstefnu þess flokks sem var við völd.

Mandela var leiddur fyrir dóm fyrir landráð árin 1956-1961 en var sýknaður af ákærunni. Á þeim langa tíma sem mál hans var fyrir rétti skildi hann við fyrstu eiginkonu sína og kvnætist Nomzamo Winifred (Winnie Mandela). Þau skildu svo árið 1996.

Fangelsisvistin

Árið 1960 bönnuðu stjórnvöld í Suður-Afríku alla starfsemi Afríska þjóðarþingsins. Það, ásamt fjöldamorðum á óvopnuðum Afríkubúum af lögreglunni í Sharpeville sama ár, gerði það að verkum að Mandela hætti friðsamri baráttu fyrir bættum kjörum svartra og hvatti til hefndaraðgerða sem beindust að suður-afrísku stjórninni. Meira þessu tengdu er hægt að lesa í svari Bryndísar Ólafsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Árið 1962 var hann handtekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi. Árið 1963 var Mandela, sem þegar sat í fangelsi, ákærður fyrir landráð á ný, sem og hefndarverk og samsæri gegn yfirvöldum. Mandela játaði á sig sumar þær sakir sem á hann voru bornar og 12. júní árið 1964 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar. Á árunum 1964-1982 var Mandela vistaður í Robben Island fangelsinu í Cape Town. Árið 1982 var hann færður í öryggisfangelsið Pollsmoor þar sem hann dvaldi allt til ársins 1988. Þá veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi.

Stuðlað að friði

Mandela naut mikils stuðnings meðal svartra borgara Suður-Afríku og fangelsisvist hans varð fræg í hinu alþjóðlega samfélagi, þar sem fólk var almennt mótfallið aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda. Stjórn F. W. de Klerk forseta sleppti Mandela að lokum lausum úr fangelsi 11. febrúar árið 1990. Þann 2. mars sama ár var svo Mandela kosinn forseti Afríska þjóðarþingsins og tók við af Tambo í júlí árið 1991. Mandela og de Klerk unnu saman að því að binda enda á kynþáttaaðskilnað og koma á friðsamlegri sátt og lýðræði án kynþáttamisréttis. Árið 1993 fengu þeir báðir friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu friðar á milli svartra og hvítra íbúa Suður-Afríku.

Í apríl 1994 voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar haldnar í Suður-Afríku þar sem svartir og hvítir höfðu jafnan kosningarétt. Afríska þjóðarþingið, undir forystu Mandela, vann sigur í kosningunum og Mandela varð fyrsti svarti forseti Suður-Afríku. Sem forseti stofnaði hann Sannleiks- og sáttarnefndina (e. Truth and Reconciliation Commission, TRC), sem rannsakaði mannréttindabrot sem framin voru á meðan aðskilnaðarstefnan var við lýði. Mandela reyndi einnig að bæta lífsgæði svartra í landinu með ýmsum aðferðum, svo sem að bæta úr húsnæðisskorti, auka menntun og stykja efnahag landsins. Árið 1996 hafði hann umsjón með lögleiðingu nýrrar stjórnarskrár.

Árið 1997 sagði Mandela af sér sem forseti Afríska þjóðarþingsins og sóttist ekki eftir endurkjöri sem forseti landsins þegar kjörtímabili hans lauk árið 1999 heldur dró sig alfarið út úr pólitík.

Frekara lesefni

Hægt er að nálgast ýmis skrif Nelsons Mandela í bókunum No Easy Walk To Freedom (1964) og I Am Prepared To Die (1979). Sjálfsævisaga hans var gefin út árið 1994 og heitir Long Walk To Freedom. Einnig hafa Mary Benson og Desmond Tutu gefið út ævisögu Mandela undir heitinu Nelson Mandela: The Man and the Movement.

Heimildir:

  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Nelson Mandela. Encyclopædia Britannica Online.
  • Nelson Mandela. MSN Encarta.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....