Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskHvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):
Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er látin upp í andvirði annarrar fasteignar og mismunur greiddur með peningum eða öðrum fjármunum.
Orðið maki merkir bæði jafningi og hjúskaparaðili. Það er fyrri merkingin sem á við um makaskipti sem snúast um fasteignir. Þá er ekki átt við að menn hafi skipti á mökum sínum.
Orðið maki merkir annars vegar ‘jafningi’ en hins vegar ‘hjúskaparaðili, karl eða kona’. Það er fyrri merkingin sem á við um makaskipti sem snúast um fasteignir, það er að segja þeir sem eiga í viðskiptunum eru jafningjar, leggja jafn fram að öllu jöfnu. Skipti á mökum í síðari merkingunni er sjaldgæfari.
Heimild:
Lögfræðiorðabók með skýringum. 2008. Ritstjóri Páll Sigurðsson. Reykjavík, Bókaútgáfan CODEX – Lagastofnun Háskóla Íslands.
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!.“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51110.
Guðrún Kvaran. (2009, 16. apríl). Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51110
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!.“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51110>.