Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?

Jón Sigurðsson

Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði.

Sagan segir að Níóbe, drottning Þebu, hafi stært sig að því að vera betri en Letó, móðir Artemisar og Apollons, því hún ætti fleiri börn en hin síðarnefnda. Þetta reitti Artemis og Apollon svo til reiði að þau drápu öll 12 börn Níóbear, Apollo drengina en Artemis stúlkurnar.

Artemis vildi ekki missa meydóm sinn og refsaði öllum þeim sem reyndu að taka hann af henni. Þegar Akaþeon, hinn frægi veiðimaður í grískri goðafræði, var við veiðar sá hann Artemis og dísir hennar lauga sig allsnaktar. Við þetta reiddist Artemis svo mikið að hún breytti Akaþeoni í hjört, og sendi svo veiðihunda hans á eftir honum.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

6.7.2005

Spyrjandi

Unnur Brjánsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Sigurðsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2005, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5115.

Jón Sigurðsson. (2005, 6. júlí). Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5115

Jón Sigurðsson. „Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2005. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5115>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði.

Sagan segir að Níóbe, drottning Þebu, hafi stært sig að því að vera betri en Letó, móðir Artemisar og Apollons, því hún ætti fleiri börn en hin síðarnefnda. Þetta reitti Artemis og Apollon svo til reiði að þau drápu öll 12 börn Níóbear, Apollo drengina en Artemis stúlkurnar.

Artemis vildi ekki missa meydóm sinn og refsaði öllum þeim sem reyndu að taka hann af henni. Þegar Akaþeon, hinn frægi veiðimaður í grískri goðafræði, var við veiðar sá hann Artemis og dísir hennar lauga sig allsnaktar. Við þetta reiddist Artemis svo mikið að hún breytti Akaþeoni í hjört, og sendi svo veiðihunda hans á eftir honum.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....