
Margir Íslendingar eru stoltir af fegurð íslenskrar náttúru.
Við Íslendingar skörum líka fram úr á ýmsum sviðum. Við áttum sterkustu menn heims, bæði Magnús Ver Magnússon og Jón Pál heitinn Sigmarsson, og fallegustu konurnar, þær Hólmfríði Karlsdóttur (ungfrú heimur 1985)
og Lindu Pétursdóttur (ungfrú heimur 1988). Við eigum allnokkra merka listmenn og má þar til dæmis nefna Björk Guðmundsdóttur og Sigurrós, sem nú gera það gott í útlöndum, og Halldór Laxness nóbelskáld. Ekki má heldur gleyma Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, en hún var fyrsta konan sem kosin var forseti í lýðræðislegri kosningu.
Að lokum má nefna að Íslendingar geta verið stoltir af þeim aðstæðum sem þeir búa við. Lífskjör á Íslandi eru betri en víðast hvar annars staðar og kannanir hafa sýnt að við erum með hamingjusömustu þjóðum heims. Þótt stundum sé deilt bæði um gæði heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins búum við á Íslandi samt mjög vel á þeim sviðum miðað við margar aðrar þjóðir.
Já, við Íslendingar höfum svo sannarlega eitthvað til að vera stoltir af, kæri spyrjandi. Okkur er ekki fisjað saman! Áfram Ísland!
Myndir
- Mynd af íslenskri náttúru er af Iceland Jewels 2005.
- Mynd af Björk er af Geschmacksverstärker.
- Mynd af Halldóri Laxness er af Halldór Laxness. Britannica Guide to the Nobel Prize.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.