Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Hlynur Gíslason

Við Íslendingar getum verið stoltir af ýmsu. Fyrst má að sjálfsögðu nefna bókmenntirnar. Við erum ein af fáum þjóðum í heiminum sem geta lesið sínar eigin fornbækur, svo sem Íslendingasögurnar. Svo eru það söfnin en þar eigum við mikið af forngripum og fornhandritum. Dæmi um slík söfn eru Þjóðmenningarhúsið, Árnastofnun, Þjóðarbókhlaðan og Þjóðminjasafnið.


Margir Íslendingar eru stoltir af fegurð íslenskrar náttúru.

Íslendingar geta verið stoltir af náttúru og landslagi Íslands; jöklum, eldfjöllum, hverum og ósnortnum víðernum. Einnig má bera óttablandna virðingu fyrir íslensku veðurfari, en margur hefur á öldum áður orðið úti í miklum óveðrum hér á landi. Húsin á Íslandi eru sem betur fer með sterkustu húsum í heimi þannig að innandyra þarf lítið að óttast veðrið. Íslensk byggingarlist er einnig afar falleg, þótt hún sé stundum vanmetin og um hana deilt.

Við Íslendingar skörum líka fram úr á ýmsum sviðum. Við áttum sterkustu menn heims, bæði Magnús Ver Magnússon og Jón Pál heitinn Sigmarsson, og fallegustu konurnar, þær Hólmfríði Karlsdóttur (ungfrú heimur 1985) og Lindu Pétursdóttur (ungfrú heimur 1988). Við eigum allnokkra merka listmenn og má þar til dæmis nefna Björk Guðmundsdóttur og Sigurrós, sem nú gera það gott í útlöndum, og Halldór Laxness nóbelskáld. Ekki má heldur gleyma Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, en hún var fyrsta konan sem kosin var forseti í lýðræðislegri kosningu.

Að lokum má nefna að Íslendingar geta verið stoltir af þeim aðstæðum sem þeir búa við. Lífskjör á Íslandi eru betri en víðast hvar annars staðar og kannanir hafa sýnt að við erum með hamingjusömustu þjóðum heims. Þótt stundum sé deilt bæði um gæði heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins búum við á Íslandi samt mjög vel á þeim sviðum miðað við margar aðrar þjóðir.

Já, við Íslendingar höfum svo sannarlega eitthvað til að vera stoltir af, kæri spyrjandi. Okkur er ekki fisjað saman! Áfram Ísland!

Myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

6.7.2005

Spyrjandi

Þorkell Einarsson, f. 1991

Tilvísun

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Hlynur Gíslason. „Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5116.

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Hlynur Gíslason. (2005, 6. júlí). Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5116

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir og Hlynur Gíslason. „Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5116>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?
Við Íslendingar getum verið stoltir af ýmsu. Fyrst má að sjálfsögðu nefna bókmenntirnar. Við erum ein af fáum þjóðum í heiminum sem geta lesið sínar eigin fornbækur, svo sem Íslendingasögurnar. Svo eru það söfnin en þar eigum við mikið af forngripum og fornhandritum. Dæmi um slík söfn eru Þjóðmenningarhúsið, Árnastofnun, Þjóðarbókhlaðan og Þjóðminjasafnið.


Margir Íslendingar eru stoltir af fegurð íslenskrar náttúru.

Íslendingar geta verið stoltir af náttúru og landslagi Íslands; jöklum, eldfjöllum, hverum og ósnortnum víðernum. Einnig má bera óttablandna virðingu fyrir íslensku veðurfari, en margur hefur á öldum áður orðið úti í miklum óveðrum hér á landi. Húsin á Íslandi eru sem betur fer með sterkustu húsum í heimi þannig að innandyra þarf lítið að óttast veðrið. Íslensk byggingarlist er einnig afar falleg, þótt hún sé stundum vanmetin og um hana deilt.

Við Íslendingar skörum líka fram úr á ýmsum sviðum. Við áttum sterkustu menn heims, bæði Magnús Ver Magnússon og Jón Pál heitinn Sigmarsson, og fallegustu konurnar, þær Hólmfríði Karlsdóttur (ungfrú heimur 1985) og Lindu Pétursdóttur (ungfrú heimur 1988). Við eigum allnokkra merka listmenn og má þar til dæmis nefna Björk Guðmundsdóttur og Sigurrós, sem nú gera það gott í útlöndum, og Halldór Laxness nóbelskáld. Ekki má heldur gleyma Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, en hún var fyrsta konan sem kosin var forseti í lýðræðislegri kosningu.

Að lokum má nefna að Íslendingar geta verið stoltir af þeim aðstæðum sem þeir búa við. Lífskjör á Íslandi eru betri en víðast hvar annars staðar og kannanir hafa sýnt að við erum með hamingjusömustu þjóðum heims. Þótt stundum sé deilt bæði um gæði heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins búum við á Íslandi samt mjög vel á þeim sviðum miðað við margar aðrar þjóðir.

Já, við Íslendingar höfum svo sannarlega eitthvað til að vera stoltir af, kæri spyrjandi. Okkur er ekki fisjað saman! Áfram Ísland!

Myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....