Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?

Friðrik Þórðarson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það?

Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðbragð og réttir úr sér. Við höggið strekkist á sin sem togar í vöðvann í framanverðu lærinu þannig að hann lengist. Í lærvöðvanum, eins og í öðrum rákóttum vöðvum, eru skynfæri sem kallast vöðvaspólur sem sjá um að senda miðtauakerfinu boð um lengd vöðva. Þessi skynfæri nema lenginguna sem verður á vöðvanum við höggið og senda boð eftir skyntaugungi upp í mænuna um að óvænt lenging hafi átt sér stað. Mænan sendir þá umsvifalaust boð til baka eftir hreyfitaugungi um að strekkja skuli á lærvöðvanum að framan og um leið önnur boð um að slaka skuli á lærvöðvanum að aftan. Þetta veldur svo því að fóturinn réttir úr sér.



Þar sem þessi boð fara aðeins um mænuna en ekki í gegnum heilann eru þau fullkomlega ósjálfráð. Sá hluti taugaboðkerfisins sem við getum stjórnað með vilja okkar og á upptök sín í heilanum hefur enga möguleika á að grípa inn í þessa atburðarás. Það er því engum tíma eytt í það að taka ákvörðun um hvernig eigi að bregðast við heldur eru viðbrögðin alltaf eins. Þessi stutta boðleið og skilyrðislaus viðbrögð gera það að verkum að viðbragðið verður mjög hratt. Það líða einungis um 50 millisekúndur, það er 1/20 úr sekúndu, frá því að slegið er á sinina þar til fóturinn réttir úr sér.

Viðbrögð eins og hnéviðbragðið eru hluti af jafnvægisstjórnunarkerfi líkamans. Ef það verður skyndilegt ójafnvægi í vöðvakerfinu í fótunum þá verðum við að geta brugðist hratt við til þess að leiðrétta það áður en við dettum. Það er því mikil hagkvæmni fólgin í að láta þetta ferli taka eins stuttan tíma og mögulegt er og að eyða ekki miklum tíma í að ákveða hvað þarf að gera. Flestir hafa eflaust einhvern tímann prófað að labba upp tröppur í myrkri og lent í því stíga í tómt eftir að síðustu tröppunni hefur verið náð. Það eru viðbrögð af þessu tagi sem koma í veg fyrir að við dettum kylliflöt við slíkar aðstæður.

Mynd og frekari fróðleikur:

Höfundur

M.Sc. í líffræðilegri eðlisfræði

Útgáfudagur

11.7.2005

Spyrjandi

Ellert Hlöðversson

Tilvísun

Friðrik Þórðarson. „Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2005, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5123.

Friðrik Þórðarson. (2005, 11. júlí). Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5123

Friðrik Þórðarson. „Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2005. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5123>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það?

Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðbragð og réttir úr sér. Við höggið strekkist á sin sem togar í vöðvann í framanverðu lærinu þannig að hann lengist. Í lærvöðvanum, eins og í öðrum rákóttum vöðvum, eru skynfæri sem kallast vöðvaspólur sem sjá um að senda miðtauakerfinu boð um lengd vöðva. Þessi skynfæri nema lenginguna sem verður á vöðvanum við höggið og senda boð eftir skyntaugungi upp í mænuna um að óvænt lenging hafi átt sér stað. Mænan sendir þá umsvifalaust boð til baka eftir hreyfitaugungi um að strekkja skuli á lærvöðvanum að framan og um leið önnur boð um að slaka skuli á lærvöðvanum að aftan. Þetta veldur svo því að fóturinn réttir úr sér.



Þar sem þessi boð fara aðeins um mænuna en ekki í gegnum heilann eru þau fullkomlega ósjálfráð. Sá hluti taugaboðkerfisins sem við getum stjórnað með vilja okkar og á upptök sín í heilanum hefur enga möguleika á að grípa inn í þessa atburðarás. Það er því engum tíma eytt í það að taka ákvörðun um hvernig eigi að bregðast við heldur eru viðbrögðin alltaf eins. Þessi stutta boðleið og skilyrðislaus viðbrögð gera það að verkum að viðbragðið verður mjög hratt. Það líða einungis um 50 millisekúndur, það er 1/20 úr sekúndu, frá því að slegið er á sinina þar til fóturinn réttir úr sér.

Viðbrögð eins og hnéviðbragðið eru hluti af jafnvægisstjórnunarkerfi líkamans. Ef það verður skyndilegt ójafnvægi í vöðvakerfinu í fótunum þá verðum við að geta brugðist hratt við til þess að leiðrétta það áður en við dettum. Það er því mikil hagkvæmni fólgin í að láta þetta ferli taka eins stuttan tíma og mögulegt er og að eyða ekki miklum tíma í að ákveða hvað þarf að gera. Flestir hafa eflaust einhvern tímann prófað að labba upp tröppur í myrkri og lent í því stíga í tómt eftir að síðustu tröppunni hefur verið náð. Það eru viðbrögð af þessu tagi sem koma í veg fyrir að við dettum kylliflöt við slíkar aðstæður.

Mynd og frekari fróðleikur:...