Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?


Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar.

Samkvæmt norrænni goðafræði spinna skapanornirnar mönnum örlög; þær spinna þræði fyrir hverja manneskju sem fæðist á jörðinni og ákvarða þannig allt lífshlaup hennar. Jafnvel æsirnir hafa sína eigin þræði en þeir fá hins vegar aldrei að sjá þá. Nornirnar geta líka séð framtíðina. Þær spáðu til að mynda fyrir um ragnarök, það er hvernig og hvenær heimurinn mun farast.

Skapanornirnar búa við Urðarbrunn í Ásgarði, en Urðarbrunnur stóð við eina af þremur rótum Asks Yggdrasils. Önnur rót er yfir Niflheimi og þar er viskulindin Mímisbrunnur. Þriðja rótin er í heimi hrímþursa. Örlaganornirnar vökva Ask Yggdrasils með hvítri leðju til að viðhalda lífskrafti hans.

Heimildir, mynd og frekara lesefni:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

11.7.2005

Spyrjandi

Sigurrós Rúnarsdóttir, f. 1991

Höfundar

nemandi í Kópavogsskóla

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Hlíðaskóla

Tilvísun

Eva Hrund Hlynsdóttir, Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir og Helgi Kristjánsson. „Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2005. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=5124.

Eva Hrund Hlynsdóttir, Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir og Helgi Kristjánsson. (2005, 11. júlí). Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5124

Eva Hrund Hlynsdóttir, Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir og Helgi Kristjánsson. „Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2005. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5124>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.