Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?

Sverrir Guðmundsson

Stjarneðlisfræðingar hafa lengi leitað svara við þeirri spurningu hvaða stjarna sé stærst, til dæmis miðað við þvermál. Allar stjörnur utan sólkerfisins líta út eins og litlir punktar, hvort sem horft er á þær með berum augum eða í venjulegum stjörnusjónauka. Hins vegar er hægt að greina þvermál risastjarna á himninum með svonefndri víxlmælingu í stórum stjörnusjónaukum.

Sýnilegt þvermál á himninum segir þó aðeins hálfa söguna. Við þurfum einnig að vita fjarlægðina til stjörnunnar. Sólin og tunglið eru dæmi um hnetti sem eru nánast jafnstórir á himninum eða hafa sama sýndarþvermál. Sólin hefur hins vegar 400 sinnum stærra raunverulegt þvermál en tunglið þar sem hún er 400 sinnum lengra í burtu.



Í stjörnumerkinu Sefeusi eru tvær stærstu stjörnurnar sem sjást með berum augum. Pólstjarnan í Litlabirni er rétt fyrir neðan fætur Sefeusar en stjörnumerkið hægra megin nefnist Kassíópeia.

Allar stærstu stjörnur sem þekkjast eru meira en 500 ljósár í burtu og því er mikil óvissa í mælingu á fjarlægð til þeirra. Þær teljast allar til rauðra ofurrisa en þeir eru óstöðugir og þenjast út og dragast saman á víxl.

Heimildum ber ekki alltaf saman um stærðir stjarnanna en eftir því sem höfundur kemst næst eru eftirfarandi þrjár stjörnur stærstar af þeim sem sjást með berum augum:
  • VV Cephei í stjörnumerkinu Sefeusi. Hefur um 1600 sinnum meira þvermál en sólin. Ef stjarnan yrði sett í miðju sólkerfisins myndi hún ná langleiðina út að reikistjörnunni Satúrnusi.
  • μ Cephei (Mu Cephei) í stjörnumerkinu Sefeusi. Um 1400 sinnum stærra þvermál en sólin. μ Cephei er stundum nefnd „granat-stjarnan“ vegna rauðs litar sem sést greinilega í sjónauka.
  • Betelgás í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum).

Vegna mikillar óvissu í mælingum er líklegt að uppgefin stærð eigi eftir að breytast og jafnvel niðurröðun stjarnanna. Allar stjörnurnar sjást með berum augum frá Íslandi og er Betelgás reyndar meðal björtustu stjarna á næturhimninum. Meira má lesa um Betelgás í svari við spurningunni Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Frekara lesefni:

Mynd:
  • Sverrir Guðmundsson. Myndin er gerð með forritinu Starry Nigth.

Höfundur

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.2.2009

Spyrjandi

Rúben Sigurbjörnsson

Tilvísun

Sverrir Guðmundsson. „Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2009. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51259.

Sverrir Guðmundsson. (2009, 18. febrúar). Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51259

Sverrir Guðmundsson. „Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2009. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?
Stjarneðlisfræðingar hafa lengi leitað svara við þeirri spurningu hvaða stjarna sé stærst, til dæmis miðað við þvermál. Allar stjörnur utan sólkerfisins líta út eins og litlir punktar, hvort sem horft er á þær með berum augum eða í venjulegum stjörnusjónauka. Hins vegar er hægt að greina þvermál risastjarna á himninum með svonefndri víxlmælingu í stórum stjörnusjónaukum.

Sýnilegt þvermál á himninum segir þó aðeins hálfa söguna. Við þurfum einnig að vita fjarlægðina til stjörnunnar. Sólin og tunglið eru dæmi um hnetti sem eru nánast jafnstórir á himninum eða hafa sama sýndarþvermál. Sólin hefur hins vegar 400 sinnum stærra raunverulegt þvermál en tunglið þar sem hún er 400 sinnum lengra í burtu.



Í stjörnumerkinu Sefeusi eru tvær stærstu stjörnurnar sem sjást með berum augum. Pólstjarnan í Litlabirni er rétt fyrir neðan fætur Sefeusar en stjörnumerkið hægra megin nefnist Kassíópeia.

Allar stærstu stjörnur sem þekkjast eru meira en 500 ljósár í burtu og því er mikil óvissa í mælingu á fjarlægð til þeirra. Þær teljast allar til rauðra ofurrisa en þeir eru óstöðugir og þenjast út og dragast saman á víxl.

Heimildum ber ekki alltaf saman um stærðir stjarnanna en eftir því sem höfundur kemst næst eru eftirfarandi þrjár stjörnur stærstar af þeim sem sjást með berum augum:
  • VV Cephei í stjörnumerkinu Sefeusi. Hefur um 1600 sinnum meira þvermál en sólin. Ef stjarnan yrði sett í miðju sólkerfisins myndi hún ná langleiðina út að reikistjörnunni Satúrnusi.
  • μ Cephei (Mu Cephei) í stjörnumerkinu Sefeusi. Um 1400 sinnum stærra þvermál en sólin. μ Cephei er stundum nefnd „granat-stjarnan“ vegna rauðs litar sem sést greinilega í sjónauka.
  • Betelgás í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum).

Vegna mikillar óvissu í mælingum er líklegt að uppgefin stærð eigi eftir að breytast og jafnvel niðurröðun stjarnanna. Allar stjörnurnar sjást með berum augum frá Íslandi og er Betelgás reyndar meðal björtustu stjarna á næturhimninum. Meira má lesa um Betelgás í svari við spurningunni Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Frekara lesefni:

Mynd:
  • Sverrir Guðmundsson. Myndin er gerð með forritinu Starry Nigth.
...