Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Magnús Magnússon

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft.

Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og að lokum varð Persía að voldugu heimsveldi. Meðal þeirra landsvæða sem innlimuð voru í Persíu voru Babýlónía í Mesópótamíu árið 539 f. Kr. undir stjórn Cýrusar II hins mikla, og Egyptaland undir stjórn Cambýsesar II, sonar Cýrusar. Cambýses II, og seinna sonur hans Xerxes I, reyndu einnig að ráðast inn í Grikkland en án árangurs.

Persar voru að lokum sigraðir af Alexander mikla árið 331 f. Kr. við orustuna um höfuðborgina Susa. Við það flýði Daríus III Persakonungur land en herir Alexanders eltu hann uppi og drápu. Alexander tryggði samruna ríkjanna með því að skrá Persa í her sinn og skipa herforingjum sínum að taka sér persneskar konur.

Árið 224 e. Kr gerðu Persar, undir stjórn Ardashirs I, uppreisn gegn Parþíubúum sem á þeim tíma voru við völd í landinu. Persar höfðu sigur í orrustunni við Homuz, og stofnuðu nýtt persneskt ríki. Ætt Ardashirs I missti að lokum völd sín á 7. öld e. Kr.

Eftir að hafa verið kallað Persía af Evrópubúum og öðrum í yfir 2000 ár var heiti ríkisins að lokum breytt árið 1935 og eldra nafnið Íran, sem íbúar landsins höfðu ávallt notað, tekið upp.

Þess má að lokum geta að það er ekkert einsdæmi að ríki skipti um nafn. Á heimasíðu One World - Nations Online má sjá lista yfir nöfn sem hafa verið lögð af sem landaheiti. Sem dæmi um nokkur nöfn sem ekki eru lengur í notkun eru Búrma sem nú kallast Mjanmar, Ceylon sem nú er Srí Lanka, Síam sem nú er Tæland og Breska Hondúras sem nú er Belís.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.7.2005

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Sólrún Eiríksdóttir, f. 1992

Tilvísun

Magnús Magnússon. „Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2005, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5128.

Magnús Magnússon. (2005, 12. júlí). Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5128

Magnús Magnússon. „Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2005. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?
Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft.

Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og að lokum varð Persía að voldugu heimsveldi. Meðal þeirra landsvæða sem innlimuð voru í Persíu voru Babýlónía í Mesópótamíu árið 539 f. Kr. undir stjórn Cýrusar II hins mikla, og Egyptaland undir stjórn Cambýsesar II, sonar Cýrusar. Cambýses II, og seinna sonur hans Xerxes I, reyndu einnig að ráðast inn í Grikkland en án árangurs.

Persar voru að lokum sigraðir af Alexander mikla árið 331 f. Kr. við orustuna um höfuðborgina Susa. Við það flýði Daríus III Persakonungur land en herir Alexanders eltu hann uppi og drápu. Alexander tryggði samruna ríkjanna með því að skrá Persa í her sinn og skipa herforingjum sínum að taka sér persneskar konur.

Árið 224 e. Kr gerðu Persar, undir stjórn Ardashirs I, uppreisn gegn Parþíubúum sem á þeim tíma voru við völd í landinu. Persar höfðu sigur í orrustunni við Homuz, og stofnuðu nýtt persneskt ríki. Ætt Ardashirs I missti að lokum völd sín á 7. öld e. Kr.

Eftir að hafa verið kallað Persía af Evrópubúum og öðrum í yfir 2000 ár var heiti ríkisins að lokum breytt árið 1935 og eldra nafnið Íran, sem íbúar landsins höfðu ávallt notað, tekið upp.

Þess má að lokum geta að það er ekkert einsdæmi að ríki skipti um nafn. Á heimasíðu One World - Nations Online má sjá lista yfir nöfn sem hafa verið lögð af sem landaheiti. Sem dæmi um nokkur nöfn sem ekki eru lengur í notkun eru Búrma sem nú kallast Mjanmar, Ceylon sem nú er Srí Lanka, Síam sem nú er Tæland og Breska Hondúras sem nú er Belís.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....