 Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri, 30% úr fitu og 10% úr prótínum.
Möndlur eru mun hitaeiningaríkari en ólívur, en í hverjum 100 g eru 609 kcal (2550 kJ) í möndlum og 151 kcal
Lýðheilsustöð Íslands mælir með að fólk borði grænmeti og ávexti daglega. Ennfremur er mælt með að fólk neyti fituríkra matvæla í hófi, og að það velji frekar mjúka fitu og olíur en harða fitu eins og smjör eða smjörlíki. Æskilegt þykir að fólk fái 55-60% orku sinnar úr kolvetnum, og þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri, 30% úr fitu og 10% úr prótínum.
Möndlur eru mun hitaeiningaríkari en ólívur, en í hverjum 100 g eru 609 kcal (2550 kJ) í möndlum og 151 kcal  (631 kJ) í ólívum. Fituinnihald ólíva og sérstaklega mandla er nokkuð hátt. Í möndlum eru um 53,5 g af fitu í hverjum 100 g, og hver 100 g af ólívum innihalda 15,9 g af fitu. Báðar fæðutegundir innihalda samt sem áður hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollari en mettaðar fitusýrur. Möndlur innihalda 46,9 g af ómettuðum fitusýrum í hverjum 100 g og ólívur um 15,9 g. Möndlur eru líka kalkríkar. 
Svarið við spurningunni er því að það er nokkuð hollt að borða ólívur og möndlur. Aftur á móti þarf fólk að gæta þess að neyta þeirra í hófi svo það fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt á fitu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
(631 kJ) í ólívum. Fituinnihald ólíva og sérstaklega mandla er nokkuð hátt. Í möndlum eru um 53,5 g af fitu í hverjum 100 g, og hver 100 g af ólívum innihalda 15,9 g af fitu. Báðar fæðutegundir innihalda samt sem áður hátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem taldar eru hollari en mettaðar fitusýrur. Möndlur innihalda 46,9 g af ómettuðum fitusýrum í hverjum 100 g og ólívur um 15,9 g. Möndlur eru líka kalkríkar. 
Svarið við spurningunni er því að það er nokkuð hollt að borða ólívur og möndlur. Aftur á móti þarf fólk að gæta þess að neyta þeirra í hófi svo það fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt á fitu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Hvað er hollt mataræði? eftir Björn Sigurð Gunnarsson.
- Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat eftir EDS.
- Hver er lágmarks næringarþörf mannsins? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur.
- Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur.
- Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla? eftir Björn Sigurð Gunnarsson.
- Matur, mataræði og holdafar. Lýðheilsustöð.
- Næringarefnatöflur: Ávextir, ber, hnetur og fræ. Lýðheilsustöð.
- Mynd af ólívum er af Olive in acqua. Compagnia delle Puglie.
- Mynd af möndlum er af Almonds. Ningxia Newfield Trading Co., Ltd.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.