Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?

Halldór Eldjárn

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8.

ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem best frá öðru. Alþjóðlega bóknúmerið er notað í 159 löndum, og hefur verið í notkun á Íslandi frá árinu 1990. Alþjóðlega bóknúmerastofan í Berlín hefur yfirumsjón með úthlutun bóknúmeranna, en Landsbókasafn Íslands sinnir því starfi hér á landi.

Í alþjóðlega bóknúmerinu eru tíu tölustafir, og er því skipt í fjóra þætti, eða í hóptölu, tölu útgefanda, titiltölu og vartölu. Hóptala getur átt við þjóð, landsvæði, málsvæði eða annan hóp fólks. Allar bækur sem gefnar eru út á Íslandi fá til að mynda hópnúmerið 9979. Tala útgefanda getur verið eins til fjögurra stafa, og fer lengdin eftir fjölda útgefinna titla. Titiltala segir svo til um hvaða titil hjá útgefanda um ræðir. Mismunandi útgáfur sama rits, svo sem kiljur og harðspjaldabækur, fá ólíka titiltölu. Vartalan er svo reiknuð út frá hinum tölunum níu, og nær frá núlli upp í tíu. Ef vartalan er tíu er notað rómverska táknið X.


Alþjóðlega bóknúmerið á ekki bara að setja á venjulegar bækur, heldur einnig á hljóðbækur, rafrænar bækur og bækur á blindraletri, svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti á ekki að setja slíkt númer á dægurprent (svo sem dagbækur, dagatöl og auglýsingar), nótnablöð, blöð og tímarit. Raunar hafa tímarit sitt eigið kerfi sem kallast ISSN, eða Internatinonal Standard Serial Number. ISSN er átta stafa tala sem hvert útgefið tímarit fær sem auðkenni.

Fyrir stuttu á þessu ári var tekið upp nýtt ISBN-kerfi með 13 tölustöfum sem leysa á hið gamla af hólmi. Meira má lesa um það á heimasíðu Bóka- og skjalasafns Kanada og heimasíðu Landsbókasafns Íslands.

Heimildir

  • ISBN: Alþjóðlegt bóknúmer. Landsbókasafn Íslands.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (1. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Myndin er byggð á mynd af ISBN user's manual.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.7.2005

Spyrjandi

Ágúst Bjarnason

Tilvísun

Halldór Eldjárn. „Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2005. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5137.

Halldór Eldjárn. (2005, 15. júlí). Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5137

Halldór Eldjárn. „Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2005. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5137>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8.

ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem best frá öðru. Alþjóðlega bóknúmerið er notað í 159 löndum, og hefur verið í notkun á Íslandi frá árinu 1990. Alþjóðlega bóknúmerastofan í Berlín hefur yfirumsjón með úthlutun bóknúmeranna, en Landsbókasafn Íslands sinnir því starfi hér á landi.

Í alþjóðlega bóknúmerinu eru tíu tölustafir, og er því skipt í fjóra þætti, eða í hóptölu, tölu útgefanda, titiltölu og vartölu. Hóptala getur átt við þjóð, landsvæði, málsvæði eða annan hóp fólks. Allar bækur sem gefnar eru út á Íslandi fá til að mynda hópnúmerið 9979. Tala útgefanda getur verið eins til fjögurra stafa, og fer lengdin eftir fjölda útgefinna titla. Titiltala segir svo til um hvaða titil hjá útgefanda um ræðir. Mismunandi útgáfur sama rits, svo sem kiljur og harðspjaldabækur, fá ólíka titiltölu. Vartalan er svo reiknuð út frá hinum tölunum níu, og nær frá núlli upp í tíu. Ef vartalan er tíu er notað rómverska táknið X.


Alþjóðlega bóknúmerið á ekki bara að setja á venjulegar bækur, heldur einnig á hljóðbækur, rafrænar bækur og bækur á blindraletri, svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti á ekki að setja slíkt númer á dægurprent (svo sem dagbækur, dagatöl og auglýsingar), nótnablöð, blöð og tímarit. Raunar hafa tímarit sitt eigið kerfi sem kallast ISSN, eða Internatinonal Standard Serial Number. ISSN er átta stafa tala sem hvert útgefið tímarit fær sem auðkenni.

Fyrir stuttu á þessu ári var tekið upp nýtt ISBN-kerfi með 13 tölustöfum sem leysa á hið gamla af hólmi. Meira má lesa um það á heimasíðu Bóka- og skjalasafns Kanada og heimasíðu Landsbókasafns Íslands.

Heimildir

  • ISBN: Alþjóðlegt bóknúmer. Landsbókasafn Íslands.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (1. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Myndin er byggð á mynd af ISBN user's manual.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....