Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?

ÞV

Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í

sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa.


Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju stjörnunnar. Þegar massi hans fer yfir ákveðin mörk (Schönberg-Chandrasekhar-mörkin), sem eru um 12% af massa stjörnunnar allrar, dregst helínkjarninn snögglega saman og þéttist en orkuframleiðsla vex í laginu kringum hann. Ytri lög stjörnunnar þenjast þá út og kólna. Þá kemur til skjalanna varmaburður í stjörnuhjúpnum og kólnunin stöðvast en stjarnan verður að rauðum risa. Kjarninn heldur áfram að hitna og þéttast og samruni helíns blossar upp í honum en slokknar fljótlega aftur og stjarnan kólnar enn á ný. Næstu stig í þróun stjörnunnar fara eftir því hver upphaflegur massi stjörnunnar var.

Ekki má rugla þessum mörkum saman við Chandrasekhar-mörkin sem eiga við um mesta massa sem hvítur dvergur getur haft án þess að hrynja saman undan eigin þunga, samanber svar Stefáns Inga Valdimarssonar um þau.

Heimild:

Christian Marc Jomaron, EUV, X-ray and Optical Studies of White Dwarf Binary Systems.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.6.2000

Spyrjandi

Sævar Helgi Bragason

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=514.

ÞV. (2000, 14. júní). Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=514

ÞV. „Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=514>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í

sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa.


Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju stjörnunnar. Þegar massi hans fer yfir ákveðin mörk (Schönberg-Chandrasekhar-mörkin), sem eru um 12% af massa stjörnunnar allrar, dregst helínkjarninn snögglega saman og þéttist en orkuframleiðsla vex í laginu kringum hann. Ytri lög stjörnunnar þenjast þá út og kólna. Þá kemur til skjalanna varmaburður í stjörnuhjúpnum og kólnunin stöðvast en stjarnan verður að rauðum risa. Kjarninn heldur áfram að hitna og þéttast og samruni helíns blossar upp í honum en slokknar fljótlega aftur og stjarnan kólnar enn á ný. Næstu stig í þróun stjörnunnar fara eftir því hver upphaflegur massi stjörnunnar var.

Ekki má rugla þessum mörkum saman við Chandrasekhar-mörkin sem eiga við um mesta massa sem hvítur dvergur getur haft án þess að hrynja saman undan eigin þunga, samanber svar Stefáns Inga Valdimarssonar um þau.

Heimild:

Christian Marc Jomaron, EUV, X-ray and Optical Studies of White Dwarf Binary Systems....