Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu:

  1. Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu.
  2. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg.
  3. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu.
  4. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt.
  5. Bær í Miðdölum í Dalasýslu.
  6. Bær í Laxárdal í Dalsýslu.
  7. Bær í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandasýslu.
  8. Eyðibýli í Súðavík í Norður-Ísafjarðarsýslu.
  9. Eyðibýli í Hraungerðishreppi í Árnessýslu.

Ekkert af Svarfhóls-nöfnunum kemur fyrir í fornu máli nema Svarfhóll á Mýrum sem kemur við sögu í Sturlungu (I:386, 403). Af þeim 9 bæjum sem heita Svarfhóll eru elstu myndir 5 þeirra með –rf-, 3 með –rb-, en 1 með –rt-, en í einu tilviki er í næstelsta dæmi –rð- (Svarðhóll).



Líklegt þykir að svarf vísi til einhvers sem er topplaga eða kringlótt. Á myndinni sést Svarfhóll í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.

Finnur Jónsson prófessor skrifaði eftirfarandi um nafnið:
Svarð-: óvíst hvort rjettara sje Svarð- eða Svarf-, en líklega er þó hið síðara rjettara, sbr. öll hin nöfnin með Svarf-; þar sem ritað er Svarból- er allur vafi frá, því að þetta er f(yrir) Svarb-hóll (f varð að b á eftir r í vestfirsku) og er því alveg rángt að gera úr þessu Svarból, eins og síðari liðurinn væri –ból. Hvað svarf- í þessu nafni merkir, veit jeg ekki.“ (Bæjanöfn á Íslandi, 536).

Þórhallur Vilmundarson taldi þrátt fyrir þetta að upprunalega nafnið hefði verið Svarðhóll. (Sbr. Grímnir 3:115-121). Hér verður þó tekið meira mið af elstu myndunum og þá leitað til merkingarinnar ‚sveigur, hringur‘ eins og til dæmis sagnorðið svarve í nýnorsku ‚svinge, gå i ring‘, en þegar sá stofn kemur fyrir í norskum örnefnum á það þó líklega helst við ár sem renna í sveigum, til dæmis bæjarnafnið Svarva. Bær á Vestfold í Noregi heitir nú Svarstad en áður „a Swaruastodum“ (1366), hugsanlega af Svarfaðarstaðir. (Norsk stadnamnleksikon, 306).

Sagnorðið svarfa í íslensku er stundum notað ópersónulega, það svarfar af, um snjó í merkingunni‚ það skefur, feykir af‘, og er sú merking hugsanleg í nafninu Svarfhóll, að það sé hóll sem skefur af. Líklegra er þó að svarf vísi til einhvers sem er topplaga eða kringlótt. Í því sambandi er vert að hafa í huga að orðið svarfhvalur er annað nafn á hnúfubak, en hnúfa merkir ‚hnúður, smátoppur‘ og er nafnið dregið af hnúð sem er einkenni á þessari hvalategund. Svarfhóll merkir því sennilega ‚toppmyndaður hóll‘.

Heimildir og mynd:
  • Finnur Jónsson: Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta IV. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907-1915.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 1-3. Reykjavík 1980-1996.
  • Norsk stadnamnleksikon. Oslo 1976.
  • Sturlunga saga I-II. Reykjavík 1946.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

17.11.2009

Spyrjandi

Einar Örn Thorlacius

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51432.

Svavar Sigmundsson. (2009, 17. nóvember). Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51432

Svavar Sigmundsson. „Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu:

  1. Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu.
  2. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg.
  3. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu.
  4. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt.
  5. Bær í Miðdölum í Dalasýslu.
  6. Bær í Laxárdal í Dalsýslu.
  7. Bær í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandasýslu.
  8. Eyðibýli í Súðavík í Norður-Ísafjarðarsýslu.
  9. Eyðibýli í Hraungerðishreppi í Árnessýslu.

Ekkert af Svarfhóls-nöfnunum kemur fyrir í fornu máli nema Svarfhóll á Mýrum sem kemur við sögu í Sturlungu (I:386, 403). Af þeim 9 bæjum sem heita Svarfhóll eru elstu myndir 5 þeirra með –rf-, 3 með –rb-, en 1 með –rt-, en í einu tilviki er í næstelsta dæmi –rð- (Svarðhóll).



Líklegt þykir að svarf vísi til einhvers sem er topplaga eða kringlótt. Á myndinni sést Svarfhóll í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.

Finnur Jónsson prófessor skrifaði eftirfarandi um nafnið:
Svarð-: óvíst hvort rjettara sje Svarð- eða Svarf-, en líklega er þó hið síðara rjettara, sbr. öll hin nöfnin með Svarf-; þar sem ritað er Svarból- er allur vafi frá, því að þetta er f(yrir) Svarb-hóll (f varð að b á eftir r í vestfirsku) og er því alveg rángt að gera úr þessu Svarból, eins og síðari liðurinn væri –ból. Hvað svarf- í þessu nafni merkir, veit jeg ekki.“ (Bæjanöfn á Íslandi, 536).

Þórhallur Vilmundarson taldi þrátt fyrir þetta að upprunalega nafnið hefði verið Svarðhóll. (Sbr. Grímnir 3:115-121). Hér verður þó tekið meira mið af elstu myndunum og þá leitað til merkingarinnar ‚sveigur, hringur‘ eins og til dæmis sagnorðið svarve í nýnorsku ‚svinge, gå i ring‘, en þegar sá stofn kemur fyrir í norskum örnefnum á það þó líklega helst við ár sem renna í sveigum, til dæmis bæjarnafnið Svarva. Bær á Vestfold í Noregi heitir nú Svarstad en áður „a Swaruastodum“ (1366), hugsanlega af Svarfaðarstaðir. (Norsk stadnamnleksikon, 306).

Sagnorðið svarfa í íslensku er stundum notað ópersónulega, það svarfar af, um snjó í merkingunni‚ það skefur, feykir af‘, og er sú merking hugsanleg í nafninu Svarfhóll, að það sé hóll sem skefur af. Líklegra er þó að svarf vísi til einhvers sem er topplaga eða kringlótt. Í því sambandi er vert að hafa í huga að orðið svarfhvalur er annað nafn á hnúfubak, en hnúfa merkir ‚hnúður, smátoppur‘ og er nafnið dregið af hnúð sem er einkenni á þessari hvalategund. Svarfhóll merkir því sennilega ‚toppmyndaður hóll‘.

Heimildir og mynd:
  • Finnur Jónsson: Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta IV. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907-1915.
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 1-3. Reykjavík 1980-1996.
  • Norsk stadnamnleksikon. Oslo 1976.
  • Sturlunga saga I-II. Reykjavík 1946.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

...