Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?

JGÞ

Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku.

Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta um jarðarber:
Satt að segja er jarðarberið (Fragraria) ekki eiginlegt ber, heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Hin eiginlegu aldin eru örðurnar utan á berinu, sem margir halda að séu fræ. Raunar er hver þeirra fullkomið aldin og inni í því er svo fræ. Jarðarberið er því í raun samsettur ávöxtur eins og hindber og brómber en þar sitja aldinin saman í þéttum klasa.

Á öðrum norðurlandamálum og í þýsku bera jarðarber sama nafn og á íslensku. Á norsku og dönsku kallast þau jordbær, á sænsku jordgubben og í þýsku Erdbeere. Á ensku nefnast þau strawberries sem þýðir beinlíns stráber.


Mynd af villijarðarberjum á Indlandi.

Í mörgum rómönskum málum er heiti berjanna dregið af latneska orðinu fraga sem merkir jarðarber en það er skylt sögninni fragro sem merkir að ilma eða anga, samanber til dæmis enska orðið fragrant. Á spænsku nefnast þau fresón, á frönsku fraise og á ítölsku fragola. Portúgalska orðið fyrir jarðarber er morango.

Þegar menn kaupa ný jarðarber er best að velja ber með krónublöðum. Ef búið er að fjarlægja þau geymast berin illa. Best er að taka krónublöðin af berjunum eftir að þau eru þvegin því án þeirra sjúga þau í sig vatn og linast upp við skolunina.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2009

Spyrjandi

Dagmar Þöll Halldórsdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51459.

JGÞ. (2009, 6. febrúar). Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51459

JGÞ. „Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?
Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku.

Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta um jarðarber:
Satt að segja er jarðarberið (Fragraria) ekki eiginlegt ber, heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Hin eiginlegu aldin eru örðurnar utan á berinu, sem margir halda að séu fræ. Raunar er hver þeirra fullkomið aldin og inni í því er svo fræ. Jarðarberið er því í raun samsettur ávöxtur eins og hindber og brómber en þar sitja aldinin saman í þéttum klasa.

Á öðrum norðurlandamálum og í þýsku bera jarðarber sama nafn og á íslensku. Á norsku og dönsku kallast þau jordbær, á sænsku jordgubben og í þýsku Erdbeere. Á ensku nefnast þau strawberries sem þýðir beinlíns stráber.


Mynd af villijarðarberjum á Indlandi.

Í mörgum rómönskum málum er heiti berjanna dregið af latneska orðinu fraga sem merkir jarðarber en það er skylt sögninni fragro sem merkir að ilma eða anga, samanber til dæmis enska orðið fragrant. Á spænsku nefnast þau fresón, á frönsku fraise og á ítölsku fragola. Portúgalska orðið fyrir jarðarber er morango.

Þegar menn kaupa ný jarðarber er best að velja ber með krónublöðum. Ef búið er að fjarlægja þau geymast berin illa. Best er að taka krónublöðin af berjunum eftir að þau eru þvegin því án þeirra sjúga þau í sig vatn og linast upp við skolunina.

Heimildir og mynd:...