Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?

JGÞ

Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í svartholinu.



Við vildum sjálfsagt ekki lenda inni í þessu!

Ef við fylgjumst með spyrjandanum úr fjarlægð nálgast svartholið myndi okkur virðast að hann færi alltaf hægar og hægar. Það er vegna sveigju tímarúmsins. Ef spyrjandinn væri með úr á sér og við sæjum á það myndi okkur sýnist sem úrið hægði einnig á sér. Þegar spyrjandinn kæmi að sjónhvörfum svartholsins myndi okkur virðast sem tíminn hjá honum liði óendanlega hægt og hann stæði í stað.

Frá sjónarhóli spyrjandans eru hlutirnir hins vegar allt öðruvísi. Fyrir honum mundi tíminn ekki hægja á sér. Sá hluti spyrjandans sem félli á undan inn í svartholið mundi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar. Kraftarnir mundu sundra spyrjanda í frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum líka.

Þetta er í stuttu máli það sem mundi gerast ef spyrjandi færi inn í svarthol.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd: Ute Kraus. Birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 2.0 Germany leyfi. Sótt 12. 2. 2009.

Höfundur

Útgáfudagur

12.2.2009

Spyrjandi

Sara Sif Kristinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51504.

JGÞ. (2009, 12. febrúar). Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51504

JGÞ. „Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51504>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?
Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í svartholinu.



Við vildum sjálfsagt ekki lenda inni í þessu!

Ef við fylgjumst með spyrjandanum úr fjarlægð nálgast svartholið myndi okkur virðast að hann færi alltaf hægar og hægar. Það er vegna sveigju tímarúmsins. Ef spyrjandinn væri með úr á sér og við sæjum á það myndi okkur sýnist sem úrið hægði einnig á sér. Þegar spyrjandinn kæmi að sjónhvörfum svartholsins myndi okkur virðast sem tíminn hjá honum liði óendanlega hægt og hann stæði í stað.

Frá sjónarhóli spyrjandans eru hlutirnir hins vegar allt öðruvísi. Fyrir honum mundi tíminn ekki hægja á sér. Sá hluti spyrjandans sem félli á undan inn í svartholið mundi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar. Kraftarnir mundu sundra spyrjanda í frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum líka.

Þetta er í stuttu máli það sem mundi gerast ef spyrjandi færi inn í svarthol.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd: Ute Kraus. Birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 2.0 Germany leyfi. Sótt 12. 2. 2009....