Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?

Jón Már Halldórsson

Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg.

Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hauka eru smáir fuglar og spendýr.

Að minnsta kosti ein tegund af þessari ættkvísl hefur flækst hingað til lands. Það er sparrhaukurinn (Accipiter nisus á latínu, spurvehauk á norsku og spurvehøg á dönsku).

Sparrhaukur er frekar smávaxinn ránfugl. Karlfuglinn er á bilinu 29-34 cm á lengd, með 59-64 cm vænghaf, en kvenfuglinn er allt að 25% stærri. Þetta er að öllum líkindum mesti stærðarmunur sem þekkist milli kynja hjá nokkurri fuglategund.



Sparrhaukur með bráð.

Sparrhaukurinn er ekki í útrýmingarhættu og í reynd er stofnstærð hans ein sú mesta meðal ránfugla í Evrópu. Nú er áætlað að heildarstofnstærð sparrhauks í Evrópu sé í kringum 180 til 270 þúsund pör. Heimsstofnstærð er óþekkt en hleypur sennilega á bilinu 1-10 milljónir fuglar.

Stofn sparrhauka hefur þó ekki alltaf verið svona sterkur í Evrópu. Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld jókst stórlega notkun á skordýraeitri sem innihélt lífræn klórsambönd, meðal annars hið illræmda DDT. Þessi efni söfnuðust upp í lífverum, þar með talið sparrhauk og olli viðkomubresti hjá tegundinni.

Áratugir eru liðnir síðan DDT og nokkur önnur skordýraútrýmingarefni voru bönnuð í Evrópu, fyrst í Ungverjalandi árið 1968 en fljótlega fylgdu Noregur og Svíþjóð eftir og bönnuðu efnið 1970. Hins vegar var DDT ekki bannað í Bretlandi fyrr en árið 1984.

DDT-eitrun veldur því að eggjaskurn verður of þunn með þeim afleiðingum að egg brotnar þegar fugl situr á því. Höfundur hefur ekki séð neinar rannsóknir sem staðfesta að þau einkenni sem DDT-uppsöfnun veldur verpandi fuglum hafi minnkað eitthvað hjá sparrhaukum og öðrum ránfuglum. Hins vegar hefur stofn sparrhauka rétt úr kútnum síðan DDT var bannið þannig að ekki er ólíklegt að þar séu einhver tengsl á milli.

Útbreiðsla sparrhauksins er víðfeðm. Hann verpir um gjörvalla Evrópu nema á nyrstu svæðum þar sem túndran ríkir auk þess sem hann hefur ekki numið land hér á landi, eingöngu komið sem flækingur. Hann verpir í vestri frá Bretlandseyjum og austur til Kyrrahafs. Nyrstu stofnarnir sýna farhegðun og eru vetrarstöðvarnar meðal annars í Norður-Afríku og við strendur Rauðahafs auk þess sem varpfuglar í Síberíu leita suður til Indlands, Kína og Indókína.



Útbreiðsla sparrhauks. Gulu svæðin eru varpstöðvar, bláu svæðin eru vetrarstöðvar en grænu svæðin sýna hvar hann er árið um kring.

Helsta bráð sparrhauksins eru skógarfuglar af fjölmörgum tegundum. Fuglafræðingar hafa fundið allt að 250 tegundir fugla í fæðuleifum hans. Þótt sparrhaukurinn veiði aðallega smærri fugla, þá tekur hann einnig eitthvað af öðrum hryggdýrum og þá aðallega smærri spendýr svo sem nagdýr.

Sparrhaukar verða yfirleitt ekki eldri en þriggja ára en vissulega eru undantekningar á því. Elsti sparrhaukur sem hefur endurheimst merktur var til dæmis rúmlega 20 ára gamall. Breskar rannsóknir hafa sýnt að hlutfall ungfugla sem lifa fyrsta árið af er 39% en hlutfall eins árs fugla sem ná þriggja ára aldri er hins vegar 65,7%.

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið sagt mér hvernig maður segir haukur (fuglinn) á latínu, dönsku og norsku? Og hvert er upprunalegt heimaland hans?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.2.2009

Spyrjandi

Haukur Svansson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2009, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51573.

Jón Már Halldórsson. (2009, 23. febrúar). Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51573

Jón Már Halldórsson. „Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2009. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51573>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?
Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg.

Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hauka eru smáir fuglar og spendýr.

Að minnsta kosti ein tegund af þessari ættkvísl hefur flækst hingað til lands. Það er sparrhaukurinn (Accipiter nisus á latínu, spurvehauk á norsku og spurvehøg á dönsku).

Sparrhaukur er frekar smávaxinn ránfugl. Karlfuglinn er á bilinu 29-34 cm á lengd, með 59-64 cm vænghaf, en kvenfuglinn er allt að 25% stærri. Þetta er að öllum líkindum mesti stærðarmunur sem þekkist milli kynja hjá nokkurri fuglategund.



Sparrhaukur með bráð.

Sparrhaukurinn er ekki í útrýmingarhættu og í reynd er stofnstærð hans ein sú mesta meðal ránfugla í Evrópu. Nú er áætlað að heildarstofnstærð sparrhauks í Evrópu sé í kringum 180 til 270 þúsund pör. Heimsstofnstærð er óþekkt en hleypur sennilega á bilinu 1-10 milljónir fuglar.

Stofn sparrhauka hefur þó ekki alltaf verið svona sterkur í Evrópu. Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld jókst stórlega notkun á skordýraeitri sem innihélt lífræn klórsambönd, meðal annars hið illræmda DDT. Þessi efni söfnuðust upp í lífverum, þar með talið sparrhauk og olli viðkomubresti hjá tegundinni.

Áratugir eru liðnir síðan DDT og nokkur önnur skordýraútrýmingarefni voru bönnuð í Evrópu, fyrst í Ungverjalandi árið 1968 en fljótlega fylgdu Noregur og Svíþjóð eftir og bönnuðu efnið 1970. Hins vegar var DDT ekki bannað í Bretlandi fyrr en árið 1984.

DDT-eitrun veldur því að eggjaskurn verður of þunn með þeim afleiðingum að egg brotnar þegar fugl situr á því. Höfundur hefur ekki séð neinar rannsóknir sem staðfesta að þau einkenni sem DDT-uppsöfnun veldur verpandi fuglum hafi minnkað eitthvað hjá sparrhaukum og öðrum ránfuglum. Hins vegar hefur stofn sparrhauka rétt úr kútnum síðan DDT var bannið þannig að ekki er ólíklegt að þar séu einhver tengsl á milli.

Útbreiðsla sparrhauksins er víðfeðm. Hann verpir um gjörvalla Evrópu nema á nyrstu svæðum þar sem túndran ríkir auk þess sem hann hefur ekki numið land hér á landi, eingöngu komið sem flækingur. Hann verpir í vestri frá Bretlandseyjum og austur til Kyrrahafs. Nyrstu stofnarnir sýna farhegðun og eru vetrarstöðvarnar meðal annars í Norður-Afríku og við strendur Rauðahafs auk þess sem varpfuglar í Síberíu leita suður til Indlands, Kína og Indókína.



Útbreiðsla sparrhauks. Gulu svæðin eru varpstöðvar, bláu svæðin eru vetrarstöðvar en grænu svæðin sýna hvar hann er árið um kring.

Helsta bráð sparrhauksins eru skógarfuglar af fjölmörgum tegundum. Fuglafræðingar hafa fundið allt að 250 tegundir fugla í fæðuleifum hans. Þótt sparrhaukurinn veiði aðallega smærri fugla, þá tekur hann einnig eitthvað af öðrum hryggdýrum og þá aðallega smærri spendýr svo sem nagdýr.

Sparrhaukar verða yfirleitt ekki eldri en þriggja ára en vissulega eru undantekningar á því. Elsti sparrhaukur sem hefur endurheimst merktur var til dæmis rúmlega 20 ára gamall. Breskar rannsóknir hafa sýnt að hlutfall ungfugla sem lifa fyrsta árið af er 39% en hlutfall eins árs fugla sem ná þriggja ára aldri er hins vegar 65,7%.

Heimildir og myndir:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið sagt mér hvernig maður segir haukur (fuglinn) á latínu, dönsku og norsku? Og hvert er upprunalegt heimaland hans?
...