Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvar er Hrísey?

nemendur í Háskóla unga fólksins

Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hrísey hefur verið í byggð allt frá því að menn settust fyrst að hér á landi. Í eyjunni búa nú rétt innan við 200 manns. Flestir þeirra stunda sjávarútveg, en ferðamannaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur enda sækja æ fleiri eyjuna heim.

Hrísey er þekkt fyrir fallega náttúru. Eyjan er algróin og fuglalíf er auðugt. Alls verpa um 40 fuglategundir í Hrísey, og prýðir rjúpan skjaldarmerki hennar.

Til Hríseyjar kemst maður með Hríseyjarferjunni Sævari sem gengur á tveggja stunda fresti á milli Hríseyjar og Árskógsstrandar. Einnig gengur ferjan Sæfari á milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar þrisvar í viku. Nánari upplýsingar um ferðir má einnig finna hér.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

26.7.2005

Spyrjandi

Elísabet inga Sigurðardóttir

Tilvísun

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvar er Hrísey?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2005. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5159.

nemendur í Háskóla unga fólksins. (2005, 26. júlí). Hvar er Hrísey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5159

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvar er Hrísey?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2005. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5159>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hrísey hefur verið í byggð allt frá því að menn settust fyrst að hér á landi. Í eyjunni búa nú rétt innan við 200 manns. Flestir þeirra stunda sjávarútveg, en ferðamannaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur enda sækja æ fleiri eyjuna heim.

Hrísey er þekkt fyrir fallega náttúru. Eyjan er algróin og fuglalíf er auðugt. Alls verpa um 40 fuglategundir í Hrísey, og prýðir rjúpan skjaldarmerki hennar.

Til Hríseyjar kemst maður með Hríseyjarferjunni Sævari sem gengur á tveggja stunda fresti á milli Hríseyjar og Árskógsstrandar. Einnig gengur ferjan Sæfari á milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar þrisvar í viku. Nánari upplýsingar um ferðir má einnig finna hér.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....