Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver var Saladín Tyrkjasoldán?

Magnús Magnússon

Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga.

Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast múslímskur prestur, en samt sem áður gekk hann í herlið frænda síns, Asad as-Din Shirkuh. Þegar Saladín var 31 árs að aldri dó frændi hans. Saladín var þá gerður að yfirmanni í hernum og að vesír (æðsta ráðgjafa) Egyptalands, og árið 1171 tók hann við stjórn landsins. Á árunum 1174-1186 tókst Saladín svo, nær án valdbeitingar, að sameina Egyptaland, Sýrland, Palestínu og norðurhluta Mesópótamíu undir einum fána.

Í fyrstu krossferðinni lögðu kristnir riddarar undir sig mestan hluta Palestínu og hina heilögu borg Jerúsalem. Árið 1187 náði Saladín og her hans að gjörsigra kristna menn við Tíberíu, og hann náði borgunum Akre, Tóron, Beirút, Sídon, Nasaret, Keisareu, Nabúlus, Jaffa og Askalon á sitt vald. Að lokum tók hann Jerúsalem 2. október árið 1187, en þá hafði hún verið í höndum kristinna manna í 88 ár.

Heimildir og mynd

  • Saladin. Encyclopædia Britannica Online.
  • Saladin. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Vizier. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Myndin er af Saladin. Encyclopaedia of the Orient.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.7.2005

Spyrjandi

Trausti Tryggvason

Tilvísun

Magnús Magnússon. „Hver var Saladín Tyrkjasoldán?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5162.

Magnús Magnússon. (2005, 27. júlí). Hver var Saladín Tyrkjasoldán? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5162

Magnús Magnússon. „Hver var Saladín Tyrkjasoldán?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Saladín Tyrkjasoldán?
Saladín (Selaheddînê Eyûbî eða Salah al-Din Yusuf ibn Ayyub) fæddist árið 1137 eða 1138 í borginni Takrít í Mesópótamíu, en var alinn upp í Aleppó, Ba'lbek og Damaskus. Hans er minnst, bæði af múslímum og kristnum mönnum, sem voldugum og göfugum leiðtoga.

Sem ungur maður hafði Saladín mestan áhuga á að gerast múslímskur prestur, en samt sem áður gekk hann í herlið frænda síns, Asad as-Din Shirkuh. Þegar Saladín var 31 árs að aldri dó frændi hans. Saladín var þá gerður að yfirmanni í hernum og að vesír (æðsta ráðgjafa) Egyptalands, og árið 1171 tók hann við stjórn landsins. Á árunum 1174-1186 tókst Saladín svo, nær án valdbeitingar, að sameina Egyptaland, Sýrland, Palestínu og norðurhluta Mesópótamíu undir einum fána.

Í fyrstu krossferðinni lögðu kristnir riddarar undir sig mestan hluta Palestínu og hina heilögu borg Jerúsalem. Árið 1187 náði Saladín og her hans að gjörsigra kristna menn við Tíberíu, og hann náði borgunum Akre, Tóron, Beirút, Sídon, Nasaret, Keisareu, Nabúlus, Jaffa og Askalon á sitt vald. Að lokum tók hann Jerúsalem 2. október árið 1187, en þá hafði hún verið í höndum kristinna manna í 88 ár.

Heimildir og mynd

  • Saladin. Encyclopædia Britannica Online.
  • Saladin. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Vizier. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Myndin er af Saladin. Encyclopaedia of the Orient.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....