Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?

nemendur í Háskóla unga fólksins

Já, það getum við gert. Hér eru nokkur:

Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem þeir geta helst verið án. Nýjir líkamshlutar vaxa svo smám saman í stað þeirra gömlu.

Iðragerlar eru gerlar sem lifa meðal annars í meltingarvegi mannsins.

Iglur eru blóðsugur. Nánar má lesa um þær í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Um læknablóðsugur má svo lesa í svarinu Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð? eftir sama höfund.

Iktur eru tvíkynja sníkjudýr sem festa sig á fórnarlömbum sínum með sogskálum og krókum. Þær teljast til einhvers konar flatorma, en til þeirra teljast um 8000 tegundir. Iktur skiptast í þrjá ættbálka: kviðsugur (lifa á lindýrum), einhýsla iktur (lifa á fiski, skjaldbökum og froskdýrum) og tvíhýsla iktur (lifa meðal annars í mönnum).

Ildýr eru bifdýr alsett hárum. Þau finnast aðallega í ferskvötnum og lifa á gerlum.

Illir, eða þefvíslur, eru rándýr af marðarætt. Þeir hafa dökkbrúnan feld nema hvað eyru og höfuð eru gulleit. Illir nærast aðallega á fiski og froskum.

Impalahjörtur er antilópa á stærð við dádýr. Impalahirtir eru rauðbrúnir og með ljósan kvið. Þeir hafa löng sveigð horn. Frekari fróðleik er að finna í svari Jóns Más Halldórssonar við Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?

Indrar eru fjórar apategundir af ætt hálfapa, náskyldir lemúrum. Þeir lifa á laufi og ávöxtum í regnskógum Madagaskar. Þeir geta náð allt að 70 cm hæð.

Indverska tígrisdýrið er ekki ósvipað öðrum tígrisdýrum en það er í útrýmingarhættu vegna veiða á því.

Heimildir

  • Carvadine, M. (1988). Lífríki náttúrunnar. Reykjavík, Skjaldborg.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (3. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Valdimar Helgason. Kafli 7: Hryggleysingjar.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

28.7.2005

Spyrjandi

Heiðar Ólafsson

Tilvísun

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2005. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5165.

nemendur í Háskóla unga fólksins. (2005, 28. júlí). Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5165

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2005. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið nefnt mér einhver dýr sem byrja á bókstafnum i í íslensku?
Já, það getum við gert. Hér eru nokkur:

Iðormar er einn hópur flatorma sem lifa í lækjum, ám, sjó og vötnum. Iðormar eru, ólíkt flestum dýrum, bara með eitt op á meltingarveginum. Yfirleitt nærast iðormar á rotnandi leifum jurta og dýra. Ef engan mat er að finna nærast þeir á sjálfum sér, eða þeim líffærum sem þeir geta helst verið án. Nýjir líkamshlutar vaxa svo smám saman í stað þeirra gömlu.

Iðragerlar eru gerlar sem lifa meðal annars í meltingarvegi mannsins.

Iglur eru blóðsugur. Nánar má lesa um þær í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Um læknablóðsugur má svo lesa í svarinu Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð? eftir sama höfund.

Iktur eru tvíkynja sníkjudýr sem festa sig á fórnarlömbum sínum með sogskálum og krókum. Þær teljast til einhvers konar flatorma, en til þeirra teljast um 8000 tegundir. Iktur skiptast í þrjá ættbálka: kviðsugur (lifa á lindýrum), einhýsla iktur (lifa á fiski, skjaldbökum og froskdýrum) og tvíhýsla iktur (lifa meðal annars í mönnum).

Ildýr eru bifdýr alsett hárum. Þau finnast aðallega í ferskvötnum og lifa á gerlum.

Illir, eða þefvíslur, eru rándýr af marðarætt. Þeir hafa dökkbrúnan feld nema hvað eyru og höfuð eru gulleit. Illir nærast aðallega á fiski og froskum.

Impalahjörtur er antilópa á stærð við dádýr. Impalahirtir eru rauðbrúnir og með ljósan kvið. Þeir hafa löng sveigð horn. Frekari fróðleik er að finna í svari Jóns Más Halldórssonar við Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?

Indrar eru fjórar apategundir af ætt hálfapa, náskyldir lemúrum. Þeir lifa á laufi og ávöxtum í regnskógum Madagaskar. Þeir geta náð allt að 70 cm hæð.

Indverska tígrisdýrið er ekki ósvipað öðrum tígrisdýrum en það er í útrýmingarhættu vegna veiða á því.

Heimildir

  • Carvadine, M. (1988). Lífríki náttúrunnar. Reykjavík, Skjaldborg.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (2. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Íslenska alfræðiorðabókin (3. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Valdimar Helgason. Kafli 7: Hryggleysingjar.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....