Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða átt er humátt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?
Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kemur ekki fyrir sjálfstæður en finnst í orðunum háband 'hækilhaft á sauðkind' og hásin 'sinin aftan á hælnum'. Sambærilegt orð var til í fornensku hôh 'hæll, hækill' meðal annars í hôhsinu 'hásin'.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld um að fylgja e-m í hámóti en snemma á 19. öld er farið að nota að fara/ganga í hámót á eftir e-m og er það notað enn þann dag í dag.

Elsta dæmi Orðabókarinnar um afbökunina humátt er frá því um aldamótin 1700. Það er úr kvæði þar sem talað var um að halda í humátt til e-s. Orðasambandið ganga/fylgja/ í humátt á eftir e-m virðist koma fram um miðja 19. öld.

Aðrar hliðarmyndir eru humótt, sem elst dæmi er um frá því um 1700, og hémótt frá lokum 18. aldar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.7.2005

Spyrjandi

Birna Lárusdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í hvaða átt er humátt?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5167.

Guðrún Kvaran. (2005, 29. júlí). Í hvaða átt er humátt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5167

Guðrún Kvaran. „Í hvaða átt er humátt?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða átt er humátt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?
Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kemur ekki fyrir sjálfstæður en finnst í orðunum háband 'hækilhaft á sauðkind' og hásin 'sinin aftan á hælnum'. Sambærilegt orð var til í fornensku hôh 'hæll, hækill' meðal annars í hôhsinu 'hásin'.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld um að fylgja e-m í hámóti en snemma á 19. öld er farið að nota að fara/ganga í hámót á eftir e-m og er það notað enn þann dag í dag.

Elsta dæmi Orðabókarinnar um afbökunina humátt er frá því um aldamótin 1700. Það er úr kvæði þar sem talað var um að halda í humátt til e-s. Orðasambandið ganga/fylgja/ í humátt á eftir e-m virðist koma fram um miðja 19. öld.

Aðrar hliðarmyndir eru humótt, sem elst dæmi er um frá því um 1700, og hémótt frá lokum 18. aldar....