Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Af hverju er blóð yfirleitt rautt?

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir

Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífrænar sameindir sem hver um sig hefur eina járnfrumeind. Hemóglóbínið flytur súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járnið í hemhópum sínum. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í súrefnislítilli lausn er það dökkrautt og stundum bláleitt.


Uppbygging hemóglóbíns

Fleiri sameindir eru til sem hafa þann eiginleika að binda súrefni. Þar má nefna mýóglóbín (e. myoglobin), sem er notað til að geyma súrefni frekar en að flytja það, hemrauða (e. hemerythrin), sem inniheldur járn en engan hemhóp, og hembláma (e. hemocyanin), sem inniheldur kopar en ekki járn og gerir blóðið blátt.

Fleiri spurningar um blóð á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

29.7.2005

Spyrjandi

Garðar Valbjörnsson
Þórunn Jakobsdóttir

Tilvísun

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju er blóð yfirleitt rautt?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2005. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5168.

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 29. júlí). Af hverju er blóð yfirleitt rautt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5168

Halldór Eldjárn og Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju er blóð yfirleitt rautt?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2005. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5168>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er blóð yfirleitt rautt?
Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífrænar sameindir sem hver um sig hefur eina járnfrumeind. Hemóglóbínið flytur súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járnið í hemhópum sínum. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í súrefnislítilli lausn er það dökkrautt og stundum bláleitt.


Uppbygging hemóglóbíns

Fleiri sameindir eru til sem hafa þann eiginleika að binda súrefni. Þar má nefna mýóglóbín (e. myoglobin), sem er notað til að geyma súrefni frekar en að flytja það, hemrauða (e. hemerythrin), sem inniheldur járn en engan hemhóp, og hembláma (e. hemocyanin), sem inniheldur kopar en ekki járn og gerir blóðið blátt.

Fleiri spurningar um blóð á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....