Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eða ills eftir atvikum, það er að segja eftir því frá hvaða sjónarmiði málið er skoðað.


Í þessum inngangsorðum felst að við höfum ekki skilið spurninguna fullkomlega og er það ein ástæðan til þess að svar hefur tafist; við höfum þurft að velta henni fyrir okkur. Okkur er sem sé ekki ljóst að salt sé almennt skaðvaldur í umhverfinu.

Hitt er auðvitað ljóst að of mikið salt (NaCl, natrínklóríð) í fæðu fólks getur verið óhollt og valdið heilsutjóni, samanber svar Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?. Hitt má þó ekki gleymast að of lítið salt getur líka valdið vandræðum. Ákveðið lágmarksmagn af salti í blóðinu er nefnilega nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi allra frumna í líkamanum; við getum ekki lifað án salts nema í stuttan tíma.

Saltmagn í bergi og jarðvegi er mismunandi eftir stöðum á jörðinni. Sums staðar er það mikið vegna saltnáma í grennd eða vegna efnasamsetningar berggrunnsins, nú eða þá vegna nálægðar við saltan sjó. Annars staðar er salt í jarðvegi lítið sem ekkert, til dæmis fjarri sjó hér á Íslandi. Í gróðri sem þar vex skortir salt miðað við það sem margar grasætur þurfa, og nægir að minna á sauðkindur sem sleikja vegi til að finna því stað. Ef þær gætu talað mundu þær væntanlega ekki telja salt til skaðvalda í umhverfinu!

Auk þess er það svo að sum efni leysast örar upp í söltu vatni en ósöltu. Það er ástæðan til þess að saltið sem borið er á snjó og ís á götum á veturna veldur ákveðnu tjóni, til dæmis í sliti á götum og í tæringu í málmum sem stafar af aukinni rafleiðni vatnsins vegna seltunnar. En ástæðan fyrir því að við notum salt á þennan hátt hlýtur þó að vera sú að menn telja jákvæð áhrif vega þyngra en neikvæð, eða hvað?

Í aldanna rás hafa menn líka notað salt á ýmsan hátt sér í hag. Fyrr á öldum var það notað til að auka geymsluþol matvæla og er það byggt á því að ýmsir sýklar sem annars mundu spilla matnum þola ekki návist við saltlausn. Áhrifin sem við teljum skaðleg voru það kannski ekki þá þegar lífshættir voru aðrir, menn þurftu meiri orku í fæðunni, brenndu meiru og urðu ekki eins feitir og nú tíðkast. Þetta gæti til dæmis verið hliðstætt því sem við á um feita kjötið: Það er okkur óhollt en hins vegar er ekki þar með sagt að það hafi verið óhollt fyrr á öldum.

Varla er hægt að segja að salt hafi verið skaðvaldur í sögu lífsins á jörðinni. Lífið kviknaði í sjó eins og kunnugt er en að vísu mun sá sjór ef til vill ekki hafa verið mjög saltur. En smám saman varð hann saltari og þær lífverur sem þar lifa hafa lagað sig að því. Og annað líf á jörðinni er með ýmsum hætti háð lífinu í sjónum. Saltið í sjónum stuðlar aukinheldur að því að hann frýs miklu síður og það skiptir einmitt sköpum með ýmsum hætti fyrir lífið á jörðinni; ef höf jarðar væru úr fersku vatni væri hér allt öðru vísi um að litast!

Sjá einnig svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur?.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.6.2000

Spyrjandi

Bryndís Elíasdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=517.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 14. júní). Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=517

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=517>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?
Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eða ills eftir atvikum, það er að segja eftir því frá hvaða sjónarmiði málið er skoðað.


Í þessum inngangsorðum felst að við höfum ekki skilið spurninguna fullkomlega og er það ein ástæðan til þess að svar hefur tafist; við höfum þurft að velta henni fyrir okkur. Okkur er sem sé ekki ljóst að salt sé almennt skaðvaldur í umhverfinu.

Hitt er auðvitað ljóst að of mikið salt (NaCl, natrínklóríð) í fæðu fólks getur verið óhollt og valdið heilsutjóni, samanber svar Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?. Hitt má þó ekki gleymast að of lítið salt getur líka valdið vandræðum. Ákveðið lágmarksmagn af salti í blóðinu er nefnilega nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi allra frumna í líkamanum; við getum ekki lifað án salts nema í stuttan tíma.

Saltmagn í bergi og jarðvegi er mismunandi eftir stöðum á jörðinni. Sums staðar er það mikið vegna saltnáma í grennd eða vegna efnasamsetningar berggrunnsins, nú eða þá vegna nálægðar við saltan sjó. Annars staðar er salt í jarðvegi lítið sem ekkert, til dæmis fjarri sjó hér á Íslandi. Í gróðri sem þar vex skortir salt miðað við það sem margar grasætur þurfa, og nægir að minna á sauðkindur sem sleikja vegi til að finna því stað. Ef þær gætu talað mundu þær væntanlega ekki telja salt til skaðvalda í umhverfinu!

Auk þess er það svo að sum efni leysast örar upp í söltu vatni en ósöltu. Það er ástæðan til þess að saltið sem borið er á snjó og ís á götum á veturna veldur ákveðnu tjóni, til dæmis í sliti á götum og í tæringu í málmum sem stafar af aukinni rafleiðni vatnsins vegna seltunnar. En ástæðan fyrir því að við notum salt á þennan hátt hlýtur þó að vera sú að menn telja jákvæð áhrif vega þyngra en neikvæð, eða hvað?

Í aldanna rás hafa menn líka notað salt á ýmsan hátt sér í hag. Fyrr á öldum var það notað til að auka geymsluþol matvæla og er það byggt á því að ýmsir sýklar sem annars mundu spilla matnum þola ekki návist við saltlausn. Áhrifin sem við teljum skaðleg voru það kannski ekki þá þegar lífshættir voru aðrir, menn þurftu meiri orku í fæðunni, brenndu meiru og urðu ekki eins feitir og nú tíðkast. Þetta gæti til dæmis verið hliðstætt því sem við á um feita kjötið: Það er okkur óhollt en hins vegar er ekki þar með sagt að það hafi verið óhollt fyrr á öldum.

Varla er hægt að segja að salt hafi verið skaðvaldur í sögu lífsins á jörðinni. Lífið kviknaði í sjó eins og kunnugt er en að vísu mun sá sjór ef til vill ekki hafa verið mjög saltur. En smám saman varð hann saltari og þær lífverur sem þar lifa hafa lagað sig að því. Og annað líf á jörðinni er með ýmsum hætti háð lífinu í sjónum. Saltið í sjónum stuðlar aukinheldur að því að hann frýs miklu síður og það skiptir einmitt sköpum með ýmsum hætti fyrir lífið á jörðinni; ef höf jarðar væru úr fersku vatni væri hér allt öðru vísi um að litast!

Sjá einnig svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er sjórinn saltur?....