
Efri röð (frá vinstri): Ellison S. Onizuka, Sharon Christa McAuliffe, Greg Jarvis og Judy Resnik. Neðri röð (frá vinstri): Michael J. Smith, Dick Scobee og Ron McNair.

Eldsneyti streymir út úr O-hring hægri eldflaugarinnar.
Rannsóknir sýndu ennfremur að geimferjan lenti í verstu vindhviðum í sögu geimferjuáætlunarinnar (en Kólumbía lenti, að því er virðist, í þeirri næstverstu). Vindálag hafði sitt að segja um að geimferjan fórst. Allar líkur eru á að geimfararnir hafi lifað upphaflegu sprenginguna af og ef til vill ekki látist fyrr en tveimur og hálfri mínútu síðar þegar hylkið sem þeir voru í skall í sjóinn á 320 km hraða á klukkustund. Þegar óhappið varð var hylkið á svo mikilli ferð upp á við að það hélt áfram upp í næstum 20 km áður en það fór að falla aftur til jarðar. Á myndum NASA sést áhafnarhylkið falla út úr skýinu í heilu lagi. Rafmagns- og súrefnissamband hafði þá rofnað og því hugsanlegt að geimfarnir hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts. Í geimbúningunum eru hins vegar neyðarbirgðir af súrefni og af þeim fjórum sem fundust hafði verið kveikt á þremur og hluti birgðanna nýttur. Þetta bendir til þess að hluti áhafnarinnar hafi að minnsta kosti lifað nógu lengi til að ræsa búnaðinn.

Áhafnarklefinn sést fyrir miðju þessarar myndar. Geimfararnir lifðu sprenginguna líklega af og létust hugsanlega ekki fyrr en klefinn skall í sjóinn.
- Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst í febrúar? eftir Sævar Helga Bragason