Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað eru sveskjur?

Bergrún Adda Pálsdóttir og Marsibil Ósk Helgadóttir

Sveskjur eru þurrkaðar plómur. Þær hafa þekkst um víða veröld um margra alda skeið, og leifar þeirra hafa meðal annars fundist í fornegypskum grafhýsum. Áður fyrr voru sveskjur sólþurrkaðar, en eru aðallega þurrkaðar í verksmiðjum nú til dags. Meirihluti allra sveskna er framleiddur í Bandaríkjunum, en þær eru líka framleiddar í Frakklandi og Kína. Á Íslandi hafa sveskjur aðallega verið notaðar í grauta og sætsúpur frá 18. öld.Sveskjur.

Í sveskjum er mikið af A-vítamíni og andoxunarefnum. Þær eru einnig fullar af trefjum og góðar fyrir meltinguna. Sveskjur hafa lengi vel verið notaðar sem hægðalosandi lyf og voru meðal annars markaðssettar sem slíkar í Bandaríkjunum um miðja 20. öldina. Í dag hafa sveskjuframleiðendur þar í landi þó hætt þeirri markaðssetningu til að reyna að höfða til ungs fólks, sem tengir sveskjur helst við eldri borgara.

Þar sem sveskjur eru þurrkaðar innihalda þær mjög lítið vatn, en sveskjusafi þekkist engu að síður. Hann er búinn til með því að mýkja sveskjur upp með gufu og stappa þær saman. Útkoman er þykkur grautur sem má þynna með vatni eftir smekk. Sveskjusafi sem kallast suanmeitang er búinn til úr súrum sveskjum og er vinsæll svaladrykkur í Kína, þar hefur hann verið lagaður í meira en þúsund ár.

Heimildir og frekara lesefni:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.6.2009

Spyrjandi

Aðalsteinn Maron Árnason

Tilvísun

Bergrún Adda Pálsdóttir og Marsibil Ósk Helgadóttir. „Hvað eru sveskjur?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2009. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51785.

Bergrún Adda Pálsdóttir og Marsibil Ósk Helgadóttir. (2009, 16. júní). Hvað eru sveskjur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51785

Bergrún Adda Pálsdóttir og Marsibil Ósk Helgadóttir. „Hvað eru sveskjur?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2009. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51785>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sveskjur?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur. Þær hafa þekkst um víða veröld um margra alda skeið, og leifar þeirra hafa meðal annars fundist í fornegypskum grafhýsum. Áður fyrr voru sveskjur sólþurrkaðar, en eru aðallega þurrkaðar í verksmiðjum nú til dags. Meirihluti allra sveskna er framleiddur í Bandaríkjunum, en þær eru líka framleiddar í Frakklandi og Kína. Á Íslandi hafa sveskjur aðallega verið notaðar í grauta og sætsúpur frá 18. öld.Sveskjur.

Í sveskjum er mikið af A-vítamíni og andoxunarefnum. Þær eru einnig fullar af trefjum og góðar fyrir meltinguna. Sveskjur hafa lengi vel verið notaðar sem hægðalosandi lyf og voru meðal annars markaðssettar sem slíkar í Bandaríkjunum um miðja 20. öldina. Í dag hafa sveskjuframleiðendur þar í landi þó hætt þeirri markaðssetningu til að reyna að höfða til ungs fólks, sem tengir sveskjur helst við eldri borgara.

Þar sem sveskjur eru þurrkaðar innihalda þær mjög lítið vatn, en sveskjusafi þekkist engu að síður. Hann er búinn til með því að mýkja sveskjur upp með gufu og stappa þær saman. Útkoman er þykkur grautur sem má þynna með vatni eftir smekk. Sveskjusafi sem kallast suanmeitang er búinn til úr súrum sveskjum og er vinsæll svaladrykkur í Kína, þar hefur hann verið lagaður í meira en þúsund ár.

Heimildir og frekara lesefni:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

...