Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hefur blikönd orpið á Íslandi?

JMH

Blikönd (Polysticta stelleri) hefur aldrei orpið á Íslandi svo vitað sé. Eitt tilvik er þekkt þar sem bliki var í æðarvarpi við Hnjót í Örlygshöfn, paraður við æðarkollu.

Annar bliki sást oft með straumöndum (Histrionicus histrionicus) í Borgarfirði, en sá var aldrei paraður. Blikendur sjást reyndar öðru hvoru hér á landi í fylgd með straumöndum. Blikendur sem koma hingað til lands eru nær alltaf stakar, ekki pör.


Blikönd.

Bliköndin er nánast árlegur flækingur hér á Íslandi en er annars hánorrænn varpfugl sem á varpheimkynni meðfram Kyrrahafsströnd Rússlands og í Alaska. Vetrarstöðvar blikandarinnar eru við Beringshaf og víða við strendur Skandinavíu auk þess sem hópar dvelja yfir veturinn á Eystrasalti.

Höfundur þakkar Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi og ljósmyndara aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

31.3.2009

Spyrjandi

Örn Arnarson, f. 1999

Tilvísun

JMH. „Hefur blikönd orpið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2009. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51789.

JMH. (2009, 31. mars). Hefur blikönd orpið á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51789

JMH. „Hefur blikönd orpið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2009. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51789>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur blikönd orpið á Íslandi?
Blikönd (Polysticta stelleri) hefur aldrei orpið á Íslandi svo vitað sé. Eitt tilvik er þekkt þar sem bliki var í æðarvarpi við Hnjót í Örlygshöfn, paraður við æðarkollu.

Annar bliki sást oft með straumöndum (Histrionicus histrionicus) í Borgarfirði, en sá var aldrei paraður. Blikendur sjást reyndar öðru hvoru hér á landi í fylgd með straumöndum. Blikendur sem koma hingað til lands eru nær alltaf stakar, ekki pör.


Blikönd.

Bliköndin er nánast árlegur flækingur hér á Íslandi en er annars hánorrænn varpfugl sem á varpheimkynni meðfram Kyrrahafsströnd Rússlands og í Alaska. Vetrarstöðvar blikandarinnar eru við Beringshaf og víða við strendur Skandinavíu auk þess sem hópar dvelja yfir veturinn á Eystrasalti.

Höfundur þakkar Jóhanni Óla Hilmarssyni fuglafræðingi og ljósmyndara aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...