Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvað er vikivaki?

JGÞ

Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði.

Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sögnunum víkja og vaka. Orðið hefur einnig verið tengt við latneska orðið vigilia sem merkir 'vaka'. Eins er bent á að það gæti verið tökuorð úr hollensku eða miðlágþýsku, samanber miðhollensku orðin wiekewake og wikewake sem merkja 'að ganga fram og aftur, vagg í gangi, hik'. Elsta þekkta dæmið um orðið vikivaki er í Crymogæu Arngríms lærða, prentuð í Hamborg 1609.Mynd af færeyskum hringdansi karlmanna.

Helsta einkenni vikivakakvæðanna er viðlag sem er endurtekið í kvæðinu. Viðlagið fléttast inn í hvert erindi eftir býsna flóknum reglum. Kvæðin eru yfirleitt lýrísk en einstaka kvæði eru í frásagnarstíl. Ástin er aðalyrkisefnið en eintaka vikivakakvæði eru heilræði eða lofsöngur fyrir góðar gjafir Guðs. Viðlögin sjálf eru lýrísk í eðli sínu.

Elstu handrit með vikivakakvæðum eru frá því um 1600. Flest eru handritin frá 17. og 18. öld. Vikivakakvæðin eru skyld enskum carol-kvæðum sem eru kennd við hringdansa og henta vel til söngs. Mörg skáld á lærdómsöld ortu vikivakakvæði.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Vésteinn Ólafson (ritstj.), Íslensk bókmenntasaga II., Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Mynd: Heimskringla. Sótt 5. 3. 2009.

Höfundur

Útgáfudagur

5.3.2009

Spyrjandi

Þórdís Björk Arnardóttir, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er vikivaki?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2009. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=51815.

JGÞ. (2009, 5. mars). Hvað er vikivaki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51815

JGÞ. „Hvað er vikivaki?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2009. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51815>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði.

Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sögnunum víkja og vaka. Orðið hefur einnig verið tengt við latneska orðið vigilia sem merkir 'vaka'. Eins er bent á að það gæti verið tökuorð úr hollensku eða miðlágþýsku, samanber miðhollensku orðin wiekewake og wikewake sem merkja 'að ganga fram og aftur, vagg í gangi, hik'. Elsta þekkta dæmið um orðið vikivaki er í Crymogæu Arngríms lærða, prentuð í Hamborg 1609.Mynd af færeyskum hringdansi karlmanna.

Helsta einkenni vikivakakvæðanna er viðlag sem er endurtekið í kvæðinu. Viðlagið fléttast inn í hvert erindi eftir býsna flóknum reglum. Kvæðin eru yfirleitt lýrísk en einstaka kvæði eru í frásagnarstíl. Ástin er aðalyrkisefnið en eintaka vikivakakvæði eru heilræði eða lofsöngur fyrir góðar gjafir Guðs. Viðlögin sjálf eru lýrísk í eðli sínu.

Elstu handrit með vikivakakvæðum eru frá því um 1600. Flest eru handritin frá 17. og 18. öld. Vikivakakvæðin eru skyld enskum carol-kvæðum sem eru kennd við hringdansa og henta vel til söngs. Mörg skáld á lærdómsöld ortu vikivakakvæði.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Vésteinn Ólafson (ritstj.), Íslensk bókmenntasaga II., Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Mynd: Heimskringla. Sótt 5. 3. 2009.
...