Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Hvernig er veðurfarið á Hawaii?

Jón Þór Kristjánsson og Heiða María Sigurðardóttir

Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. Kaldast hefur orðið á toppi eldfjallsins Mauna Kea, þar hafa mælst -17° C.Stjörnusjónaukar á tindi Mauna Kea. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.

Á Hawaii rignir töluvert vegna nálægðar staðarins við miðbaug. Vegna hitans gufar mikið vatn upp og myndar ský sem síðar rignir úr. Úrkoma er þó mjög breytileg á milli staða á Hawaii. Á þurrasta stað Hawaii, Kawaihae, er úrkoma til að mynda einungis 220 mm að meðaltali á ári hverju en á Waialeale-fjalli er hún að jafnaði 11.280 mm á ári. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík á árunum 1961-1990 um 800 mm, talsvert minni á Norðurlandi en um tvöfalt meiri í syðstu sveitum landsins. Nánar má lesa um þetta í svarinu Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm? eftir Þorstein Vilhjálmsson.Hanauma-sólarströndin er í hringlaga gíg sem sjórinn hefur brotið sér leið inn í. Dökku svæðin á botninum eru steinar og kóralrif. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

9.8.2005

Spyrjandi

Sveinn Leó Bogason

Tilvísun

Jón Þór Kristjánsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig er veðurfarið á Hawaii?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2005. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5186.

Jón Þór Kristjánsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 9. ágúst). Hvernig er veðurfarið á Hawaii? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5186

Jón Þór Kristjánsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig er veðurfarið á Hawaii?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2005. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er veðurfarið á Hawaii?
Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. Kaldast hefur orðið á toppi eldfjallsins Mauna Kea, þar hafa mælst -17° C.Stjörnusjónaukar á tindi Mauna Kea. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.

Á Hawaii rignir töluvert vegna nálægðar staðarins við miðbaug. Vegna hitans gufar mikið vatn upp og myndar ský sem síðar rignir úr. Úrkoma er þó mjög breytileg á milli staða á Hawaii. Á þurrasta stað Hawaii, Kawaihae, er úrkoma til að mynda einungis 220 mm að meðaltali á ári hverju en á Waialeale-fjalli er hún að jafnaði 11.280 mm á ári. Til samanburðar er meðalársúrkoma í Reykjavík á árunum 1961-1990 um 800 mm, talsvert minni á Norðurlandi en um tvöfalt meiri í syðstu sveitum landsins. Nánar má lesa um þetta í svarinu Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm? eftir Þorstein Vilhjálmsson.Hanauma-sólarströndin er í hringlaga gíg sem sjórinn hefur brotið sér leið inn í. Dökku svæðin á botninum eru steinar og kóralrif. Myndina tók Sævar Helgi Bragason. Smelltu til að skoða stærra eintak af myndinni.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....