Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli:


nf.Blær
þf.Blæ
þgf.Blæ
ef.Blæs

Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli blævar.

Í lögum nr. 45 frá 17. maí 1996 um íslensk mannanöfn er eftirfarandi ákvæði sem var óbreytt frá 1991:
Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
Þar sem Blær var skráð karlmannsnafn var til skamms tíma óheimilt að gefa stúlku það nafn. Aðeins ein kona var skráð Blær í þjóðskrá, en henni var gefið nafn fyrir gildistöku lagaákvæðisins árið 1991.

Mannanafnanefnd fékk margoft beiðni um að Blær mætti teljast kvenmannsnafn en taldi sig ekki hafa til þess heimild samkvæmt lögum. Þannig var úrskurður nefndarinnar að nafnið Blær sem kvenmannsnafn geti ekki farið á skrána „enda getur nafn ekki verið bæði kvennafn og karlmannsnafn“, samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 31. janúar 2013 í máli nr. E-721/2012 var þessi úrskurður mannanafnanefndar felldur úr gildi og verður nú að koma í ljós hvernig beita skal lögunum í öðrum tilvikum í framtíðinni.

Í beygingu nafnsins sem kvenmannsnafns hefur verið tilhneiging til að skjóta -v- inn í aukafallsmyndir þótt Blær teljist ekki forn wō-stofn. Ef það væri látið beygjast sem wō-stofn ætti -v- aðeins að koma fram í eignarfalli og orðið beygjast eins og dögg, það er döggvar, Blævar.

Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er mælt með eftirfarandi beygingu án skýringar eða rökstuðnings:

nf.Blær
þf.Blæ
þgf.Blævi
ef.Blævar

Orðið beygist þá eins og forn karlkyns wa-stofn, samanber nf. sær, þf. sæ, þgf. sævi, ef. sævar, nf. snær, þf. snæ, þgf. snævi, ef. snævar.


Svar við þessari spurningu birtist fyrst á Vísindavefnum 10.8.2005. Endurskoðað svar var birt 28.2.2013.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.2.2013

Spyrjandi

Bryndís María

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2013, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5187.

Guðrún Kvaran. (2013, 28. febrúar). Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5187

Guðrún Kvaran. „Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2013. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5187>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?
Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli:


nf.Blær
þf.Blæ
þgf.Blæ
ef.Blæs

Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli blævar.

Í lögum nr. 45 frá 17. maí 1996 um íslensk mannanöfn er eftirfarandi ákvæði sem var óbreytt frá 1991:
Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
Þar sem Blær var skráð karlmannsnafn var til skamms tíma óheimilt að gefa stúlku það nafn. Aðeins ein kona var skráð Blær í þjóðskrá, en henni var gefið nafn fyrir gildistöku lagaákvæðisins árið 1991.

Mannanafnanefnd fékk margoft beiðni um að Blær mætti teljast kvenmannsnafn en taldi sig ekki hafa til þess heimild samkvæmt lögum. Þannig var úrskurður nefndarinnar að nafnið Blær sem kvenmannsnafn geti ekki farið á skrána „enda getur nafn ekki verið bæði kvennafn og karlmannsnafn“, samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 31. janúar 2013 í máli nr. E-721/2012 var þessi úrskurður mannanafnanefndar felldur úr gildi og verður nú að koma í ljós hvernig beita skal lögunum í öðrum tilvikum í framtíðinni.

Í beygingu nafnsins sem kvenmannsnafns hefur verið tilhneiging til að skjóta -v- inn í aukafallsmyndir þótt Blær teljist ekki forn wō-stofn. Ef það væri látið beygjast sem wō-stofn ætti -v- aðeins að koma fram í eignarfalli og orðið beygjast eins og dögg, það er döggvar, Blævar.

Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er mælt með eftirfarandi beygingu án skýringar eða rökstuðnings:

nf.Blær
þf.Blæ
þgf.Blævi
ef.Blævar

Orðið beygist þá eins og forn karlkyns wa-stofn, samanber nf. sær, þf. sæ, þgf. sævi, ef. sævar, nf. snær, þf. snæ, þgf. snævi, ef. snævar.


Svar við þessari spurningu birtist fyrst á Vísindavefnum 10.8.2005. Endurskoðað svar var birt 28.2.2013....