Samgróningar (adhesion) myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi og stafa þá af hnjaski sem yfirborð garnanna og yfirborð lífhimnu sem klæðir kviðvegginn verða fyrir þegar þær eru handfjallaðar. Einnig geta samgróningar orðið til eftir hvers kyns bólgur í kviðarholi eða ef aðskotahlutur kemst þangað. Eftir áreitið verður bólgusvar með útfellingu eggjahvítuefna sem verður eins og hlaup í kviðarholinu. Blæðing sem alltaf verður að einhverju leyti leiðir til hins sama. Þegar þessi efni hreinsast upp verður innvöxtur bandvefsfrumna sem síðan leiðir til bandvefsmyndunar sem heldur görnunum saman og kallast það samgróningar. Samvextir myndast því óhjákvæmilega í meira eða minna magni eftir nokkurn tíma frá aðgerð. Eftir það verður þó ekki meiri samvaxtamyndun og smám saman minnka þeir eða öllu heldur mýkjast. Þeir aukast því ekki nema til komi meira eða áframhaldandi áreiti. Nýjar tegundir aðgerða þar sem hnjask á líffærum er talið vera minna mun ef til vill minnka þetta vandamál sem samgróningar eftir skurðaðgerðir er.
Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?
Samgróningar (adhesion) myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi og stafa þá af hnjaski sem yfirborð garnanna og yfirborð lífhimnu sem klæðir kviðvegginn verða fyrir þegar þær eru handfjallaðar. Einnig geta samgróningar orðið til eftir hvers kyns bólgur í kviðarholi eða ef aðskotahlutur kemst þangað. Eftir áreitið verður bólgusvar með útfellingu eggjahvítuefna sem verður eins og hlaup í kviðarholinu. Blæðing sem alltaf verður að einhverju leyti leiðir til hins sama. Þegar þessi efni hreinsast upp verður innvöxtur bandvefsfrumna sem síðan leiðir til bandvefsmyndunar sem heldur görnunum saman og kallast það samgróningar. Samvextir myndast því óhjákvæmilega í meira eða minna magni eftir nokkurn tíma frá aðgerð. Eftir það verður þó ekki meiri samvaxtamyndun og smám saman minnka þeir eða öllu heldur mýkjast. Þeir aukast því ekki nema til komi meira eða áframhaldandi áreiti. Nýjar tegundir aðgerða þar sem hnjask á líffærum er talið vera minna mun ef til vill minnka þetta vandamál sem samgróningar eftir skurðaðgerðir er.
Útgáfudagur
15.6.2000
Spyrjandi
Ellen Viðarsdóttir
Tilvísun
Jónas Magnússon. „Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=519.
Jónas Magnússon. (2000, 15. júní). Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=519
Jónas Magnússon. „Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=519>.