Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun.

Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) flokkast hins vegar sem geðröskun.

Greining áfallastreituröskunar felur í sér að:

  1. Viðkomandi sýni einkenni eftir að hafa orðið fyrir áfalli. Þessi einkenni felast meðal annars í því að:

    • endurupplifa hinn skelfilega atburð á einhvern hátt (í vöku eða draumi).
    • reyna að sneiða hjá aðstæðum og deyfa hjá sjálfum sér allt sem minnir á atvikið (tilfinningalegur dofi og minnisleysi).
    • vera ,,ofurviðbrigðinn”, svo sem að þjást af svefntruflunum, einbeitingarerfiðleikum, reiðiköstum eða að hrökkva í kút af minnsta tilefni.

  2. Einkennin vari í meira en mánuð.
  3. Einkennin orsaki alvarlegan vanda og vanlíðan í einkalífi og starfi eða daglegu lífi almennt.

Unnið upp úr bæklingnum Líf í kjölfar áfalls – Áfallastreita: Nokkur atriði sem kannast ætti við í þýðingu Baldurs Hafstað, dósents og útgefið af Pharmanor hf.

Mynd: Post-traumatic stress disorder in doctors. sBMJ.


Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is. Þar er meðal annars að finna ýmsar fleiri greinar um geðraskanir.

Útgáfudagur

11.8.2005

Spyrjandi

Örn Úlriksson

Höfundur

M.A. ráðgjafi, Geðhjálp

Tilvísun

Valdís Eyja Pálsdóttir. „Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2005. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5191.

Valdís Eyja Pálsdóttir. (2005, 11. ágúst). Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5191

Valdís Eyja Pálsdóttir. „Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2005. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5191>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.