Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Jón Már Halldórsson

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae).

Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii og H. goliath eða risa-tígrisfiskurinn. Tígrisfiskar eru algengir víða í Vestur- og Mið-Afríku en tegundirnar hafa vissulega mismunandi útbreiðslu í álfunni. H. vittarus er til dæmis útbreiddur um miðhluta Afríku, risa-tígrisfiskurinn finnst í efri hluta Kongó-fljóts og Manyanga-vatni, ásamt fleiri vötnum og ám, en H. tanzaniae í Tansaníu, meðal annars í Tanganyika-vatni.

Tígrisfiskar eru stórir. H. vittarus getur til að mynda orðið rúmir 100 cm á lengd og vegið um 28 kg. Eins og nafnið gefur til kynna getur risa-tígrisfiskurinn orðið enn stærri. Einn slíkan má sjá á myndinni hér til hliðar en hann mun hafa vegið 36 kg. Helstu einkenni tígrisfiska eru dökkleitar rákir sem liggja eftir fiskinum endilöngum, mismargar eftir tegundum.

Tígrisfiskar eru ránfiskar og veiða aðra fiska við vatnsyfirborðið. Þeir sækja aðallega í grannvaxna fiska sem auðvelt er að gleypa en sneiða hjá þybbnari tegundum. Þeir éta einnig skordýr sem þeir finna á vatnsyfirborðinu, snigla og seiði ýmissa tegunda, meðal annars sinnar eigin tegundar.

Helstu óvinir tígrisfiska eru ýmsir ránfuglar sem veiða fisk við vatnsyfirborð, til dæmis afríski fiskiörninn (Haliaeetus vocifer). Maðurinn veiðir líka tígrisfiska og eru þeir mikilvægir nytjafiskar víða í Afríku. Þeir eru vinsælir búrfiskar en það getur þó valdið vandræðum að hafa aðra fiska í búri með þeim þar sem þeir eru kraftmiklir og öflugir veiðifiskar.

Mynd: Tanganyika-cichlids.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2009

Spyrjandi

Bjarni Ármann Atlason, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2009, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51917.

Jón Már Halldórsson. (2009, 26. mars). Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51917

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2009. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51917>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?
Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae).

Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii og H. goliath eða risa-tígrisfiskurinn. Tígrisfiskar eru algengir víða í Vestur- og Mið-Afríku en tegundirnar hafa vissulega mismunandi útbreiðslu í álfunni. H. vittarus er til dæmis útbreiddur um miðhluta Afríku, risa-tígrisfiskurinn finnst í efri hluta Kongó-fljóts og Manyanga-vatni, ásamt fleiri vötnum og ám, en H. tanzaniae í Tansaníu, meðal annars í Tanganyika-vatni.

Tígrisfiskar eru stórir. H. vittarus getur til að mynda orðið rúmir 100 cm á lengd og vegið um 28 kg. Eins og nafnið gefur til kynna getur risa-tígrisfiskurinn orðið enn stærri. Einn slíkan má sjá á myndinni hér til hliðar en hann mun hafa vegið 36 kg. Helstu einkenni tígrisfiska eru dökkleitar rákir sem liggja eftir fiskinum endilöngum, mismargar eftir tegundum.

Tígrisfiskar eru ránfiskar og veiða aðra fiska við vatnsyfirborðið. Þeir sækja aðallega í grannvaxna fiska sem auðvelt er að gleypa en sneiða hjá þybbnari tegundum. Þeir éta einnig skordýr sem þeir finna á vatnsyfirborðinu, snigla og seiði ýmissa tegunda, meðal annars sinnar eigin tegundar.

Helstu óvinir tígrisfiska eru ýmsir ránfuglar sem veiða fisk við vatnsyfirborð, til dæmis afríski fiskiörninn (Haliaeetus vocifer). Maðurinn veiðir líka tígrisfiska og eru þeir mikilvægir nytjafiskar víða í Afríku. Þeir eru vinsælir búrfiskar en það getur þó valdið vandræðum að hafa aðra fiska í búri með þeim þar sem þeir eru kraftmiklir og öflugir veiðifiskar.

Mynd: Tanganyika-cichlids.com...