Tígrisfiskar eru stórir. H. vittarus getur til að mynda orðið rúmir 100 cm á lengd og vegið um 28 kg. Eins og nafnið gefur til kynna getur risa-tígrisfiskurinn orðið enn stærri. Einn slíkan má sjá á myndinni hér til hliðar en hann mun hafa vegið 36 kg. Helstu einkenni tígrisfiska eru dökkleitar rákir sem liggja eftir fiskinum endilöngum, mismargar eftir tegundum.
Tígrisfiskar eru ránfiskar og veiða aðra fiska við vatnsyfirborðið. Þeir sækja aðallega í grannvaxna fiska sem auðvelt er að gleypa en sneiða hjá þybbnari tegundum. Þeir éta einnig skordýr sem þeir finna á vatnsyfirborðinu, snigla og seiði ýmissa tegunda, meðal annars sinnar eigin tegundar.
Helstu óvinir tígrisfiska eru ýmsir ránfuglar sem veiða fisk við vatnsyfirborð, til dæmis afríski fiskiörninn (Haliaeetus vocifer). Maðurinn veiðir líka tígrisfiska og eru þeir mikilvægir nytjafiskar víða í Afríku. Þeir eru vinsælir búrfiskar en það getur þó valdið vandræðum að hafa aðra fiska í búri með þeim þar sem þeir eru kraftmiklir og öflugir veiðifiskar.
Mynd: Tanganyika-cichlids.com
Tígrisfiskar eru stórir. H. vittarus getur til að mynda orðið rúmir 100 cm á lengd og vegið um 28 kg. Eins og nafnið gefur til kynna getur risa-tígrisfiskurinn orðið enn stærri. Einn slíkan má sjá á myndinni hér til hliðar en hann mun hafa vegið 36 kg. Helstu einkenni tígrisfiska eru dökkleitar rákir sem liggja eftir fiskinum endilöngum, mismargar eftir tegundum.
Tígrisfiskar eru ránfiskar og veiða aðra fiska við vatnsyfirborðið. Þeir sækja aðallega í grannvaxna fiska sem auðvelt er að gleypa en sneiða hjá þybbnari tegundum. Þeir éta einnig skordýr sem þeir finna á vatnsyfirborðinu, snigla og seiði ýmissa tegunda, meðal annars sinnar eigin tegundar.
Helstu óvinir tígrisfiska eru ýmsir ránfuglar sem veiða fisk við vatnsyfirborð, til dæmis afríski fiskiörninn (Haliaeetus vocifer). Maðurinn veiðir líka tígrisfiska og eru þeir mikilvægir nytjafiskar víða í Afríku. Þeir eru vinsælir búrfiskar en það getur þó valdið vandræðum að hafa aðra fiska í búri með þeim þar sem þeir eru kraftmiklir og öflugir veiðifiskar.
Mynd: Tanganyika-cichlids.com