Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?

ÞV

Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. Þetta frávik veruleikans er meira en óvissan sem felst í tölunum sem spyrjandi nefnir.

Þegar sagt er í daglegu tali að meðganga taki 9 mánuði er átt við almanaksmánuði enda eru það þeir mánuðir sem nútímamenn þekkja best. Þegar við tökum einn slíkan mánuð og viljum lýsa lengd hans í vikum, þá tölum við um 4 vikur. Við vitum hins vegar fullvel að það er bara febrúar sem er nákvæmlega 4 vikur (28 dagar) en 7 af tólf mánuðum ársins eru 31 dagur sem er 3 dögum eða næstum hálfri viku meira en 4 vikur. Engu að síður er talan 4 sú heila tala sem kemst næst því að lýsa fjölda vikna í hvaða almanaksmánuði sem er.

Ef við eigum hins vegar að segja til um hvað 9 almanaksmánuðir séu margar vikur - eða margir dagar - er ljóst að svarið getur farið eftir því hverjir mánuðirnir eru. En við getum líka tekið meðaltal því að við vitum að 12 mánuðir ársins eru samtals um það bil 365,25 sólarhringar eða 52 vikur og 1,25 dagur (viðbótin 0,25 dagar kemur til vegna hlaupársins fjórða hvert ár). Þetta gefur að 9 meðalmánuðir eru samtals
(52 vikur + 1,25 dagur) * 9/12 = 39 vikur og 0,9 dagar
Oft er talað um að meðalmeðganga sé annars vegar 9 mánuðir (274 dagar að meðaltali) og hins vegar 40 vikur sem eru 280 dagar. Þótt nokkur munur sé á þessum tölum er hann samt sem áður innan þeirrar óvissu sem felst í því að lýsa þessu í heilum mánuðum eða vikum.

Hitt er svo annað mál samkvæmt traustustu heimildum sem við finnum í fljótu bragði, að meðalmeðganga frá frjóvgun til fæðingar er nú talin vera á bilinu 266-270 dagar. Munurinn á þeirri tölu og hinum sem áður voru nefndar kann meðal annars að byggjast á því að þar sé meðgangan reiknuð frá síðustu blæðingum konunnar, eins og oft er gert vegna hagkvæmni.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.8.2005

Spyrjandi

Rakel Snædahl

Tilvísun

ÞV. „Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5192.

ÞV. (2005, 11. ágúst). Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5192

ÞV. „Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?
Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. Þetta frávik veruleikans er meira en óvissan sem felst í tölunum sem spyrjandi nefnir.

Þegar sagt er í daglegu tali að meðganga taki 9 mánuði er átt við almanaksmánuði enda eru það þeir mánuðir sem nútímamenn þekkja best. Þegar við tökum einn slíkan mánuð og viljum lýsa lengd hans í vikum, þá tölum við um 4 vikur. Við vitum hins vegar fullvel að það er bara febrúar sem er nákvæmlega 4 vikur (28 dagar) en 7 af tólf mánuðum ársins eru 31 dagur sem er 3 dögum eða næstum hálfri viku meira en 4 vikur. Engu að síður er talan 4 sú heila tala sem kemst næst því að lýsa fjölda vikna í hvaða almanaksmánuði sem er.

Ef við eigum hins vegar að segja til um hvað 9 almanaksmánuðir séu margar vikur - eða margir dagar - er ljóst að svarið getur farið eftir því hverjir mánuðirnir eru. En við getum líka tekið meðaltal því að við vitum að 12 mánuðir ársins eru samtals um það bil 365,25 sólarhringar eða 52 vikur og 1,25 dagur (viðbótin 0,25 dagar kemur til vegna hlaupársins fjórða hvert ár). Þetta gefur að 9 meðalmánuðir eru samtals
(52 vikur + 1,25 dagur) * 9/12 = 39 vikur og 0,9 dagar
Oft er talað um að meðalmeðganga sé annars vegar 9 mánuðir (274 dagar að meðaltali) og hins vegar 40 vikur sem eru 280 dagar. Þótt nokkur munur sé á þessum tölum er hann samt sem áður innan þeirrar óvissu sem felst í því að lýsa þessu í heilum mánuðum eða vikum.

Hitt er svo annað mál samkvæmt traustustu heimildum sem við finnum í fljótu bragði, að meðalmeðganga frá frjóvgun til fæðingar er nú talin vera á bilinu 266-270 dagar. Munurinn á þeirri tölu og hinum sem áður voru nefndar kann meðal annars að byggjast á því að þar sé meðgangan reiknuð frá síðustu blæðingum konunnar, eins og oft er gert vegna hagkvæmni....