(52 vikur + 1,25 dagur) * 9/12 = 39 vikur og 0,9 dagarOft er talað um að meðalmeðganga sé annars vegar 9 mánuðir (274 dagar að meðaltali) og hins vegar 40 vikur sem eru 280 dagar. Þótt nokkur munur sé á þessum tölum er hann samt sem áður innan þeirrar óvissu sem felst í því að lýsa þessu í heilum mánuðum eða vikum. Hitt er svo annað mál samkvæmt traustustu heimildum sem við finnum í fljótu bragði, að meðalmeðganga frá frjóvgun til fæðingar er nú talin vera á bilinu 266-270 dagar. Munurinn á þeirri tölu og hinum sem áður voru nefndar kann meðal annars að byggjast á því að þar sé meðgangan reiknuð frá síðustu blæðingum konunnar, eins og oft er gert vegna hagkvæmni.
Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?
Útgáfudagur
11.8.2005
Spyrjandi
Rakel Snædahl
Tilvísun
ÞV. „Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2005, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5192.
ÞV. (2005, 11. ágúst). Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5192
ÞV. „Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2005. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5192>.