Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?

Jón Már Halldórsson

Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin nokkuð frábrugðin þeim og hefur af þeirri ástæðu verið skipað í sérstaka deilitegund.



Indókínverskt tígrisdýr (Panthera tigris corbetti).

Nú teljast deilitegundir tígrisdýra vera sex talsins en þrjár deilitegundir eru útdauðar. Þessi nýja deilitegund hefur fengið fræðiheitið Panthera tigris jacksoni til heiðurs breska verndunarsinnanum Peter Jackson sem hefur í áratugi barist fyrir verndun tígrisdýra. Malasískir náttúrufræðingar og verndunarsinnar vilja hins vegar að tegundin verði nefnd eftir svæðinu sem hún lifir á eða Panthera tigris malayensis en jacksoni heitið virðist verða ofan á.

Áður en þessi nýja deilitegund var skilgreind taldi stofn indókínversku tígrisdýranna á bilinu 1200-1800 dýr. Nú skiptist sá stofn í tvo nokkuð jafn stóra hópa með 600-1000 dýr hvor. Hins vegar er mikill munu á útbreiðslu þar sem indókínverska tígrisdýrið hefur útbreiðslu frá Myanmar í vestri til Víetnam auk þess sem einhver dýr flakka allt norður yfir landamærin til Kína á meðan nýja deilitegundin er bundin við Malasíuskagann.

Heimild og mynd:
  • Stephen J Brien o.fl. Molecular genetic analysis reveals six living subspecies og tigers panthera tigris. Cat news. 2005.
  • Wild Asia

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.8.2005

Spyrjandi

Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5196.

Jón Már Halldórsson. (2005, 15. ágúst). Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5196

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að búið sé að finna nýja tegund tígrisdýra?
Það er ekki rétt að fundist hafi ný tegund tígrisdýra heldur hafa menn skilgreint tígrisdýr sem lifa á Malasíuskaganum sem sér deilitegund frá indókínverska tígrisdýrinu (Panthera tigris corbetti). Tígrisdýrin á Malasíuskaganum hafa einangrast frá öðrum tígrisdýrum í Indókína með þeim afleiðingum að þau eru orðin nokkuð frábrugðin þeim og hefur af þeirri ástæðu verið skipað í sérstaka deilitegund.



Indókínverskt tígrisdýr (Panthera tigris corbetti).

Nú teljast deilitegundir tígrisdýra vera sex talsins en þrjár deilitegundir eru útdauðar. Þessi nýja deilitegund hefur fengið fræðiheitið Panthera tigris jacksoni til heiðurs breska verndunarsinnanum Peter Jackson sem hefur í áratugi barist fyrir verndun tígrisdýra. Malasískir náttúrufræðingar og verndunarsinnar vilja hins vegar að tegundin verði nefnd eftir svæðinu sem hún lifir á eða Panthera tigris malayensis en jacksoni heitið virðist verða ofan á.

Áður en þessi nýja deilitegund var skilgreind taldi stofn indókínversku tígrisdýranna á bilinu 1200-1800 dýr. Nú skiptist sá stofn í tvo nokkuð jafn stóra hópa með 600-1000 dýr hvor. Hins vegar er mikill munu á útbreiðslu þar sem indókínverska tígrisdýrið hefur útbreiðslu frá Myanmar í vestri til Víetnam auk þess sem einhver dýr flakka allt norður yfir landamærin til Kína á meðan nýja deilitegundin er bundin við Malasíuskagann.

Heimild og mynd:
  • Stephen J Brien o.fl. Molecular genetic analysis reveals six living subspecies og tigers panthera tigris. Cat news. 2005.
  • Wild Asia

...