Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvar eru eistun í hönum?

Ólíkt dæmigerðum spendýrum þá eru eistu hana og annarra fugla ekki fyrir utan líkamsholið heldur inni í kviðarholinu fyrir framan nýrun. Út frá eistunum liggur sáðrás niður í þarfagang (lat. og e. cloaca) og berst sæðið þá leið inn í kvenfuglinn við æxlun. Nánar er fjallað um æxlun fugla í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvernig hafa fuglar mök?



Eistu hana sjást ekki þar sem þau eru inni í kviðarholinu.

Stærð eistna hjá fuglum breytist verulega yfir árið. Á æxlunartímanum eru þau óvenju stór og fyrirferðamikil enda er þá framleiðsla sæðisfrumna í gangi. Eftir æxlunartímann minnka eistun umtalsvert enda er hér um aðlögun að ræða þar sem fuglinn verður að takmarka mjög þyngd sína til að skerða ekki flughæfni sína. Þetta gerist líka hjá hönum þó þeir fljúgi ekki og eru eistu þeirra á stærð við litla baun utan æxlunartímans.

Mynd: Eryptick home page

Útgáfudagur

18.8.2005

Spyrjandi

Sigurður Þór Óskarsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru eistun í hönum?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2005. Sótt 26. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5207.

Jón Már Halldórsson. (2005, 18. ágúst). Hvar eru eistun í hönum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5207

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru eistun í hönum?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2005. Vefsíða. 26. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5207>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur Ævar Oddsson

1978

Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.