Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?

Hildur Guðmundsdóttir

Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:
Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér.
Lögmál Arkimedesar gildir ekki bara um vökva heldur einnig um loft. Gasblaðra ryður frá sér lofti sem er þyngra en helínið innan í henni. Eðlismassi helíns er 0,18 kg/m3 og eðlismassi lofts er 1,29 kg/m3. Hver rúmmetri af helíni getur því lyft 1,11 kílógrömmum.


Ef gert er ráð fyrir að gasblaðra sé alveg kúlulaga og þvermál hennar um 30 cm þá inniheldur hún 0,0141 m3 af helíni. Miðað við að 1 rúmmetri helíns lyfti 1,11 kílógrömmum getur því hver blaðra lyft 15,7 grömmum. Ef við miðum við fullorðinn karlmann sem er 80 kg þá þarf um 5.100 blöðrur til að hann takist á loft.

Við sjáum að það þarf ansi margar blöðrur til að lyfta manninum en hvað ætli þurfi margar til að lyfta barni? Ef miðað er við barn sem er aðeins 20 kg, þá þarf samt meira en 1.200 blöðrur til að lyfta því. Fólki er því óhætt að kaupa nokkuð margar blöðrur handa krökkunum án þess að eiga á hættu að þau takist á loft.Einhverjir sérvitringar hafa þó einmitt látið drauminn um að svífa upp í loftið hangandi í litríkum blöðrum rætast. Á síðunni clusterballoon.org má sjá skemmtilegar myndir af flugferðum með stórar helínblöðrur. Blöðrurnar sem þarna eru notaðar eru þó ekki venjulegar 17. júní-blöðrur. Þær eru mun stærri og úr sterkara efni.

Myndir:www.clusterballoon.org

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

22.8.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2005. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5211.

Hildur Guðmundsdóttir. (2005, 22. ágúst). Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5211

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2005. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5211>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?
Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:

Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér.
Lögmál Arkimedesar gildir ekki bara um vökva heldur einnig um loft. Gasblaðra ryður frá sér lofti sem er þyngra en helínið innan í henni. Eðlismassi helíns er 0,18 kg/m3 og eðlismassi lofts er 1,29 kg/m3. Hver rúmmetri af helíni getur því lyft 1,11 kílógrömmum.


Ef gert er ráð fyrir að gasblaðra sé alveg kúlulaga og þvermál hennar um 30 cm þá inniheldur hún 0,0141 m3 af helíni. Miðað við að 1 rúmmetri helíns lyfti 1,11 kílógrömmum getur því hver blaðra lyft 15,7 grömmum. Ef við miðum við fullorðinn karlmann sem er 80 kg þá þarf um 5.100 blöðrur til að hann takist á loft.

Við sjáum að það þarf ansi margar blöðrur til að lyfta manninum en hvað ætli þurfi margar til að lyfta barni? Ef miðað er við barn sem er aðeins 20 kg, þá þarf samt meira en 1.200 blöðrur til að lyfta því. Fólki er því óhætt að kaupa nokkuð margar blöðrur handa krökkunum án þess að eiga á hættu að þau takist á loft.Einhverjir sérvitringar hafa þó einmitt látið drauminn um að svífa upp í loftið hangandi í litríkum blöðrum rætast. Á síðunni clusterballoon.org má sjá skemmtilegar myndir af flugferðum með stórar helínblöðrur. Blöðrurnar sem þarna eru notaðar eru þó ekki venjulegar 17. júní-blöðrur. Þær eru mun stærri og úr sterkara efni.

Myndir:www.clusterballoon.org...